Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 27

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 27
Svarið var, að útgerðin mundi láta frá sér heyra að hálfri klukkustund liðinni. Theune ræðir við loftskeytamanninn meðan hann bíður. „Jæja, Kuhs, þriðji stýrimaður er hættur að heimsækja þig eftir að þér voruð að telja honum trú um, að SOS þýddi ekki Save our Souls. Skemmtilegt að tama!“ Og skipstjórinn bætir við: „En SOS-kallið er þó nákvæmlega jafngamalt loftskeytunum.“ Kuhs loftskeytamaður rís á fætur. Hann teygði úr sér áður en hann svaraði: „Þetta er ekki rétt, herra skipstjóri, en samt sem áður útbreidd skoð- un. Við skulum taka dæmi af Titanic. Þegar Titanic rakst á ísjakann þann 14. apríl 1912, um klukkan 23,40, var skjótt gengið úrú skugga um, að ekki mundi unnt að bjarga skipinu. Hálftíma eftir áreksturinn sendi loftskeytamaðurinn það alþjóðlega hættumerki, sem notað var í þá daga, en það var C Q D, sem sagt Come Quick Danger (Komið fljótt, hætta!)“ „Ja, fjandinn fjarri mér, þér eruð ekekrt blávatn í þessu efni! Eg verð að játa, að ég vissi ekki um þetta C Q D. En það skiptir varla miklu máli, hvað þið kallið hættumerkið. Aðalatriðið er, að hættumerki sé sent á réttum tíma.“ „Rétt mun það, herra skipstjóri," svaraði Kuhs. „Við fáum nú orðsendingu á hverri stundu. Það er svarið fiá útgerð- inni,“ sagði Theune skipstjóri. Loftskeytamaðurinn tók á móti skeytinu, skrifaði það á blað og rétti skipstjóranum: mótorskipið flavia — theune skipstjóri stop sjóveðurstofan ham- borg tilkynnir að þokan á slysstaðnum er aðeins um stundarsak- ir stop léttir sennilega til um hádegi stop farið aftur að ocean layer og reynið, án þess að stofna eigin skipi í hættu að draga skipið til hafnar stop úthafsdráttarskipið wotan er á leið til skipsins stop triton útgerðarfélag bremen. Theune skipstjóri las skeytið tvisvar. „Þá vitum við, til hvers er ætlazt af okkur,“ hreytti hann út úr sér og yfirgaf loftskeytaklefann til þess að gefa fyrirskipanir í brúnni. Úthafsdráttarskipið „Wotan“ er 729 br. tonn, eign Bugsier-útgerðarfé-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.