Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Síða 29
En snúum okkur aftur að Flavíu. Loftskeytið frá útgerðinni, sem beð-
ið hafði verið eftir, var komið.
Veðurspáin frá Hamborg kom þegar fram.
Stuttu eftir, að Theune skipstjóri hafði snúið skipi sínu í vesturátt, í
áttina til Ocean Layer, tók að létta til og skyggni að batna — aðeins
þokuslæðingur var nú hér og þar.
Um klukkan 12 tilkynnir varðbergsmaðurinn:
„Reykský! Eitt strik á stjórnborða!“
Það er „Ocean Layer.“
Skipið rekur þarna enn eitt á hafinu.
Um klukkan 14,30 er Flavia komin í nokkur hundruð metra fjarlægð
frá hinu brennandi skipi. Vélarnar eru stöðvaðar!
Eftir stutta ráðstefnu með yfirmönnum sínum, tekur Theune skip-
stjóri eftirfarandi ákvörðun:
„Ocean Layer verður bjargað, og tekið í drátt!“
Þetta er stutt en innihaldsmikil skipun!
Sæsímaskipið er ennþá í björtu báli, svo að stjórna verður Flavia
af hinni mestu gætni.
Theune skipstjóri gætir þess vel að viðhafa allar varúðarráðstafanir,
því nú hefur hann tvöfalda ábyrgð. Hann er enn með brezku áhöfn-
ina, 98 menn, um borð í skipi sínu.
Ehlert, fyrsti stýrimaður, fær skipun um að velja menn í björgun-
arsveitina.
Hann velur þriðja stýrimann, Quapp, og sex hinna reyndustu og
hraustustu háseta. Þeim er öllum frjálst að ákveða, hvort þeir vilja taka
þátt í þessu eða ekki.
Enn einu sinni varar Ehlert þá við:
„Þið athugið það, að þetta er ekki áhættulaust. Það er meira að segja
hættulegt, herrar mínir.“
Enginn skert úr leik.
Löngum skotlínum fyrir dráttartrossurnar er nú fest aftan í bátinn
frá Flavia. Allir mennirnir eru klæddir sundvestum, og þrjú eldslökkvi-
tæki liggja tilbúin, ef á þyrfti að halda að kæfa snögglega eld, sem festi
á þeim.
Síðan leggur báturinn frá!
Allir um borð, Þjóðverjar sem Bretar, hafa safnast saman á afturskipi
Flavia. — Þeir fylgjast spenntir með björgunarstarfi þessara átta manna.
Njtt S O S
29