Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Qupperneq 31

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Qupperneq 31
En rétt þar hjá hangir mjó lína, og við hana er fest dufl, sem flýtur á sjónum. Fyrsti stýrimaður fer nú upp eftir þessari línu, þar næst þriðji stýri- maður, Quapp og loks háseti frá Ölshausen hjá Kassel. Þetta eru hættulegustu augnablik þessarar aðgerðar. Hinn óþolandi hiti frá brennheitum skipsskrokknum, ætlar þá alveg að kæfa. Reykurinn brennur í augum þeirra og lungum. Eldneistarnir fljúga um þá og svíða hár þeirra og föt. Það, að þeir komast upp á þilfarið þakka þeir því, að dufllínan liggur yfir kraftblökkina, svo þeir sleppa upp án þess að verða fyrir alvarleg- um brunasárum. Þeir finna hitann leggja frá glóandi þilfarinu gegnum þykka vinnu- skóna og hoppa af einum fætinum á annan, sitt á hvað, til þess að sól- arnir ekki brenni á skóm þeirra. Það er ékkert þarna á framskipinu, sem þeir geta snert eða stutt sig við. Afturskipið er enn í björtu báli, og það er algerlega tilgangslaust að reyna að komast undir þilfar. Til þess er reykurinn og hitinn of mikill. Endi dráttartrossunnar er nú bundinn við kastlínu og dreginn upp. Þeir verða að hafa mjög nákvæmt eftirlit á því, að mjó kastlínan brenni. ekki í sundur, ef hún snertir skipið. Loks ná þeir í lykkjuna á dráttartrossunni og fleygja henni yfir fremsta pollann. Og þar með er samband komið á milli skipanna. Ocean Layer er ekki lengur herralaust rekald! Nú er hún réttmæt eign Flavia. — Þetta gerist nákvæmlega klukkan 15.45- Um borð voru svo eftir Quapp, þriðji stýrimaður og háseti, Gall að nafni. Ehiert hélt svo til baka til skips síns ásamt hásetunum fimm, sem buð- ust til fararinnar. Ross skipstjóri á Ocean Layer og aðrir yfirmenn skipsins horfðu á hið djarflega tiltæki sjómannanna þýzku með undrun og aðdáun. Þegar Flavia var komin á hæga ferð í átt til Falmouth með Ocean Lay- er í togi, gekk brezki skipstjórinn til Theune skipstjóra: „Leyfið mér, herra skipstjóri, að tjá yður innilegt þakklæti mitt fyr- ir allt, sem þér hafið gert fyrir okkur. Við stöndum í mikilli skuld við 3» Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.