Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Side 32

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Side 32
yður. Við værum yður alveg sérstaklega þakklátir, e£ þér vilduð nú hjálpa okkur til þess, að komast aftur um borð í skipið okkar!“ „Herrar mínir“, tók Theune skipstjóri til máls. „Þér þekkið lög hafs- ins. Eg get ekki gert þetta, þó ég væri allur a£ vilja gerður. Eg get ekki fallizt á, að þið farið um borð í brennandi skip, og þar að auki er veðrið ekki sem ákjósanlegast til slíkra flutninga." „Þér hafið rétt að mæla,“ svaraði Ross skipstjóri og kinkaði kolli. Theune skipstjóri hélt áfram: „Loks er svo spurningin um niðurstöðu sjódóms og björgunarlaun. Eg verð að framfylgja skipun útgerðarinnar. En hitt get ég sagt yður, að í yðar sporum hefði ég borið fram sömu ósk. Vonandi komist þér aldrei í sömu aðstöðu og ég er í nú. Eg get fúslega játað, að þetta eru óþægilegar kringumstæður fyrir mig.“ Ross skipstjóri svaraði engu. Hann virtist skilja afstöðu þýzka skip- stjórans. Hann laut höfði og gekk af stjórnpalli. “ □- 17. júní 1959. Klukkan er 16,40. Loftskeyti frá „Wotan“: „Liggjum hjá Ocean Layer, reynum að koma dráttartaug í skipið. Sjór er nú kyrrari. Eldur ennþá í skipinu, reynum að lægja hann með slökkvi- tækjum okkar.“ Flugvél frá brezka sjóhemum tilkynnir eftirfarandi: „flugum yfir bæði skipin stop ekkert radíósamband við flavíu stop skipið lítur út eins og stórskemmd bygging stop öll málning flögnuð af stop báðir þjóðverjamir veifa til okkar af afturþiljum stop þeir hverfa af og til í þykkum reykjarmekki." 17. júní 1959 — klukakn 17. Vaktaskipti á Ocean Layer. Wotan hefur sett björgunaráhöfn sína um borð í Ocean Layer og þar með leyst af sjómennina tvo a£ Flavíu. Nú gerist það, að skipstjórinn á Flavíu tekur Ross skipstjóra og fyrsta stýrimann hans með sér um borð í sæsímaskipið. Ross aðstoðar við festingu dráttartauganna milli Wotan og Ocean Layer og hann lokar með eigin hendi skilrúminu í framskipinu, því nokkur sjór er kominn í það. Skipstjórarnir athuga sameiginlega allar aðstæður á skipinu og ganga 32 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.