Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Page 33
um það allt. Að því loknu leggur Theune aðra hönd sína á herðar
Bretans:
„Sjáið þér nú til, Mr. Ross, það er engan veginn hægt að ásaka yður.
Þér urðuð að yfirgefa skipið. Björgunarbátarnir hefðu brunnið eftir
stutta stund. E ghefði farið eins að í yðar sporum.
~ -
18. júní 1959 — klukkan 9.
„Hamburger Abendblatt“ (Kvöldblaðið í Hamborg) fær svohljóðandi
skeyti frá Wotan:
„allar nauðsynlegar ráðstafanir gerðar stop erum með ocean layer
í eftirdragi stop eldur um borð dvínar nokkuð stop tveir menn
frá okkur eru þar á vakt stop en það er hættulaust nú stop í
morgun var allgott veður hægur austanvindur stop við gerum
sex og hálfan hnút og verður sennilega sunnudagsmorgun í fal-
mouth stop staða okkar í morgun klukkan níu þýzkur tími var
48,14 n 17,55 v stop erum sem sagt enn á norður atlantshafi stop
öllum um borð líður vel tuttugu og tveim mönnum og einum
hundi stop þökkum kærlega kveðjuna frá hamborg stop gjörið
svo vel að skila kveðju til venslafólks okkar stop sjáumst aftur
í hamborg — skipstjóri og björgunarstjóri."
Lengi var Flavia á forsíðum heimsblaðanna ásamt fregnum um póli-
tíska ókyrrð, morð og annan ófarnað.
Það var mikið skrifað um bæði skipin um þessar mundir.
Var þá farið að rifja upp afrek Carlsens skipstjóra á „Flying Enter-
prize“, sem neitaði að yfirgefa skip sitt fyrir sjö árum, ásamt bátsmann-
inum Kenneth Dancy.
Þá var líka, eins og nú, reynt að ná í höfn í Bretlandi, og einmitt
í Falmouth eins og nú.
Nokkrar fyrirsagnir stórblaðanna gefa svoliltlla hugmynd um það,
hvað skrifað var í sambandi við þetta mál:
Hvers vegna yfirgáfu þeir Ocean Layer?
Ákafardeilur vegna björgunar sæsímaskipsins Ocean Layer!
Níutíu og átta skipbrotsmönnum bjargað!
Miklar deilur að lokinni björgun Ocean Layer.
Skipstjórinn á Flavia leiðréttir misskilning.
Nýtt S O S
33