Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Side 34

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Side 34
Tveir Þjóðverjar einir um borð í Ocean Layer! Captain describes how ship was abandoned! (Skipstjórinn lýsir því, hvernig skipið var yfirgefið). Bretarnir neita að greiða björgunarlaun! „Skipið var ekki stjórnlaust, heldur var strengur frá því fastur við meginlandið!" skrifar eitt brezku blaðanna. „Theune skipstjóri sá í sjónauka, að sæsímastrengurinn í Ocean Layer var slitinn!" sagði þýzkt blað. Komið hefur fram, að tveir menn voru um borð í Ocean Layer, þeg- ar skipið var yfirgefið! Var það gert með vitund og ásetningi skipstjór- ans? Hræðslu uppþot á sæsímaskipinu, tveir menn gleymdust! Ocean Layer tryggður hjá Lloyd fyrir sem næst 18 milljónir punda. Ocean Layer tryggður hjó Lloyd frir næstum 20 milljónir marka! Sjórán fyrrverandi kafbátsforingja! Bretar verða að borga skip dýru verði, sem þeir fengu upp í stríðs- skaðabæturl Þetta er aðeins sýnishorn af því, hvernig blöðin ræddu þetta víð- fræga björgunarmál. Hver var sannleikurinn? Var þetta aðeins venjulegt bragð óhlutvandra blaðamanna til þess að vekja.æsing og illdeilur? Blaðamenn eru sjaldan sérfræðingar í siglingamálum. Ef málið er lagt út á bezta veg má gera ráð fyrir, að stuttorðar orðsendingar skipanna hafi valdið einhverjum misskilningi. Ef svo reynist, hlýtur allur sannleikurinn að koma í ljós þegar áhafn- ir skipanna þriggja, Flavia, Ocean Layer og Wotan, koma til hafnar í Falmouth. Hvað skeði svo, þegar Ocean Layer, sem enn rauk hressilega úr, kom til hafnar í Falmouth, dregin þangað af Wotan? Brezku hafnaryfirvöldin synjuðu leyfis um, að skipið yrði dregið inn á höfnina, vegna þess, að ennþá gusu þykk reykský upp úr því. Kom þá til ákafrar deilu milli Todds skipstjóra á Wotan og stjórn- enda brezku slökkvibátanna, en Todd krafðist þess, að þeir skiptu sér ekkert af skipinu, vegna þess að björgun þess væri á hans ábyrgð. 34 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.