Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Qupperneq 37

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Qupperneq 37
Skip, sem mættust á nóltu. Það var stormur á hafinu og lifinn sjór. Jafnvel hér inni í sjálfu fjarð- armynninu var ekki næðissamt að vera á verði, enda var ekki að sjá neinn hemaðarbragur á hátterni eða hreyfingum litla einmanalega varð- skipsins, sem gætti að þessu sinni hluta af strandlengjunni við suðurodda Noregs. Yfir hafinu grúfði aprílnóttin, þögul og dimm. í fjarska sást á löngu svæði nokkru dekkri rönd við hafsbrún — það var ströndin. Allt var hulið myrkri og hvergi ljósglætu að sjá. Jafnvel vitarnir voru myrkvaðir — hinir ómetanlegu bjargvættir þeirra, sem ókunnugir eru á þessum slóðum, til þess að átta sig á siglingaleiðinni um eyjaklasann mikla, sem hlífa strandlengju Noregs við hamförum hafsins. Um borð í varðskipinu litla var líka dimmt og þögult. Flest hin venju- legu umræðuefni voru fyrir löngu rædd til þrautar. Þeir, sem á verði voru, stóðu þögulir hver á sínum stað og hvesstu augun út í náttmyrkr- ið. Raddir næturinnar bárust að eyrum þeirra, tveir óskyldir hljómar, reglubundin slög vélanna og gjálfur sjávarins, er lék um kinnunga skipsins. Orðin, sem lágu í loftinu, hvíldu á litla skipinu eins og farg. Þeim var hvíslað frá reiðanum í alvarlegum áminningarróm, stunið upp í örvæntingu við undirleik stormsins, og þau hljómuðu gegnum vélaslög- in sem eggjandi herhvöt. Skipshöfnin heyrði þau. Þau höfðu mótazt í hug hennar við annir dagsins og í húmi næturinnar á löngum einveru- stundum, þegar beðið hafði verið með eftirvæntingu hinna blóðugu tíð- inda af hildarleiknum mikla, sem nú var háður í heiminum. Og afleið- ingin var, mitt í öryggisleysinu, einhver mynduð öryggiskennd, sem þandi taugarnar til hins ýtrasta eins og strengi á fiðlu, og gerði þær óeðlilega næmar fyrir áhrifum að utan. Þótt hin fámenna skipshöfn væri aðeins örlítill hluti norsku þjóðarinn- ar, varð hún í ömurleik þessarar aprílnætur ímynd þjóðarinnar allrar, og örlög hennar urðu táknænt dæmi þess, sem þjóðarinnar beið. Skyndilega kvað við viðvörunarhróp frá varðmanni frammi á skipinu: „Skip framundan.“ Orðin voru endurtekin, fyrst af varðmönnunum á stjórnpalli, en síð- an af ýmsum röddum öðrum víðsvegar um skipið, röddum syfjaðra manna, sem vaktir höfðu verið, ringlaðra manna og ráðþrota. Nýtt S O S 37

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.