Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Síða 38

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Síða 38
Há rödd og einbeitt heyrðist skyndilega gegnum kliðinn: „Hver maður á sinn stað! Viðbúnir til árásar! Skjótið!" í fyrsta skipti síðan 1812 höfðu norskir menn hleypt af skoti að er- lendri þjóð. Það var laust fyrir miðnætti 8. apríl 1940. En þeir, sem hér voru á ferð voru við því búnir að mæta öflugri mót- spyrnu en þetta. Fjöldi orustuskipa, beitiskipa, tundurspilla og tundur- skeytabáta héldu í fylkingu inn Osló-fjörðinn, og í kjölfar þeirra sigldu svo birgðaskipin, hlaðin vistum og hermönnum. Það var ómögulegt að gera sér grein fyrir því, hve mikill flotinn myndi vera, í myrkrinu. Staða varðskipsins var því vonlaus. Hvaða gagn var að einni fallbyssu í orrustu við heila flotadeild? En um það var ekki spurt að þessu sinni af hinum fámenna norska sjóliðahóp og hinum hugprúðu foringjum þeirra. Fallbyssur varðskipsins héldu áfram meðan unnt var að spúa eldi yfir innrásarskipin, og frá þeim var svarað í sömu mynt. Orrustan varð skammvinn. Aðkomuskipin héldu hiklaust áfram, án þess að hægja á sér eða breyta um stefnu, meðan þaggað var að fullu niður í friðarspillinum litla, sem hafði í ófyrirleitni sinni gerzt svo djarfur að sýna verndurum sínum viðnám! Og því var lokið fyrr en varði. Yfir hafinu grúfði þögn að nýju. Aðeins hvíta rákin í kjölfari aðkomuskipanna sýndi stefnu þeirra inn Osló-fjörðinn. Varðskipið lá eftir á hafinu sem stjórnlaust rekald. Það var sundur- skotið ofan þilja, þakið deyjandi mönnum og limlestum líkum jDeirra, sem farizt höfðu. Skipstjórinn var horfinn af brúnni. Hann hafði notað síðustu krafta sína til að varpa sér jyrir borð, eftir skotnir höfðu verið af honum báðir fæturnir. „Eg er til einskis nýtur úr þessu,“ sagði hann. „En lifandi skulu þeir ekki ná mér!" Hinir, sem sloppið höfðu voru dasaðir eftir atburðinn. Smám saman fóru þeir þó að átta sig. Og þeir fóru að hreinsa til um borð í skipinu og gera ráðstafanir til að bjarga því. Skip höfðu mætzt að nóttu og afleiðingan hafði orðið örlagarík. Kann- ske hefði verið hægt að forðast þetta, ef tekið hefði verið á málunum á annan hátt en gert var. Um það voru líka sumir að hugsa fyrst í stað eftir árásina. Og sumir þeirra ámæltu skipstjóranum fyrir að hafa ekki haldið sig á öðrum slóðum, þar sem hægt hefði verið að forðast árekst- urinn. En þeir, sem það gerðu, fengu ekki áheyrn. Hinir voru fleiri, sem horfðu lengra fram í tímann og tóku að sér stjórnina. Og þeir urðu líka fyrstir til að veita því athygli, að nýr dagur var í aðsigi. 38 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.