Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 5
Blaðamennirnir eiga fullt í fangi með að fylgjast með gangi réttarhald- anna. Blýantar þeirra skeiða með miklum hraða yfir síður hraðritunar- heftanna. Þeir leiða saman hesta sína, saksóknarinn James Perry og verj- andinn Harry Bradley. Þeir eru allæstir í tali, það er eins og dómssalur- inn sé hlaðinn spennu og dómsforsetinn hringir bjöllu sinni hvað eftir annað. „Þér getið ekki búist við af mér, herrar mínir, að ég geti tekið sem góða og gilda vöru þessa svokölluðu „röð óheppilegra atvika“!“ hrópaði saksóknarinn, maður nokkuð við aldur. Hann sagði þetta víst í fjórða eða fimmta skipti og sló flatri hendi á borðplötuna til aukinnar áherzlu. Bradley verjandi var þá ekki seinn á sér að grípa orðið: „Og þér getið ekki heldur ætlazt til af mér, herra saksóknari, að ég fallist á álit yðar! Er það kannski ákæruvaldsins að búa til sakargiftir eða kannski blátt áfram að búa til sínar skýringar á orsök?“ „Hér er um að ræða, hvorki meira né minna en tuttugu og átta manns- líf! Ættingjar hinna látnu og hið opinbera hefur fyllsta rétt á að vita, hver ber sökina á dauða þessara tuttugu og átta farþega og hvaða úr- ræði loftferðaeftirlitið ætlar að hafa í frammi til þess, að slíkir hörmungar atburðir endurtaki sig ekki í framtíðinni. Röksemdir verjandans, eins og „misskilningur", „villa“, „tæknilegar tilgátur“ og svo framvegis, er ekki hægt að taka alvarlega. Hér er spurt um, hver á sökina. Að áliti saksókn- arans eru þrír aðilar á bekk sakborninga, en verjandinn hefur ekki gert minnstu tilraun í þá átt að afsanna sök þeirra.“ „Og líkur yðar, herra saksóknari, eru alltof veikar til þess, að nokkuð sé á þeim að byggja. Þér hafið ekki stutt álit yðar efnislegum rökum. Eg get ekki fallist á þessa meðferð málsins." „Eg mótmæli óréttmætum aðdróttunum verjandans". Það er enn mikil ólga í réttarsalnum. Sumir láta í ljós samþykki á þessum síðast töluðu orðum, aðrir hið gagnstæða. Þá rís dómsforsetinn á fætur til að binda endi á gagnslaust orðaskak. Forsetinn talar hægt og leggur áherzlu á hvert orð: „Herrar mínir! Virðing réttarins krefst þess, að málið sé rætt af gætni og festu. Þetta er alvarlegt mál. Eg vil því vænta þess, að viðkomandi Nýtt S O S 5

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.