Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 6

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 6
aðilar ræði málið eingöngu efnislega, beri fram röksemdir sínar með og móti. Við gerum nú hlé á réttinum í hálfa klukkustund, en svo höldum við áfram vitnaleiðslum." William Stanley fréttaritari hleypur inn í símaklefann og velur núm- er ritstjórnarinnar. „Dublin News!“ er svarað í símann. „Stanley hér. Gefið mér samband við aðalfréttaritarann!“ Brown aðalfréttaritari svarar: „Halló, Stanley, nokkuð nýtt í fréttum?“ „Nei, það er allt í sama farinu, ekkert nema þóf. Við fáum víst engar stórfréttir að þessu sinni.“ „Það var leiðinlegt!" „Það hafa engar skýringar fengizt á þessu máli enn sem komið er. Þetta er allt mjög dularfullt, eins og til dæmis með draugaganginn í sam- bandi við radarinn. Þú kannast við það frá undirbúnings rannsókninni.“ „Hafa radarsérfræðingarnir verið kallaðir fyrir réttinn?“ „Nei, þeir koma ekki fyrr en á morgun.“ „Jæja, Stanley, þú sendir okkur þá fréttirnar af því, sem gerzt hefur í réttinum fram að þessu og bætir svo við eftir því sem tilefni gefst.“ „Allt í lagi! “ „Vertu kyrr við tækið — ég gef þér samband við upptökuna." — □ — Það var ekki aðeins Dublin News, heldur fjöldinn allur af írskum og brezkum blöðum, sem sögðu daglega frá Triton-málinu í Dublin. Stanley fréttaritari hóf greinaflokk sinn á þessa leið: Um klukkan 9 i morgun hófst i Dublin hið svokallaða „Triton“- mál. Lesendur vorir muna vafalaust, hvað við sögðu mfrá því máli á sinum tima. Aðalatriði málsins voru þau, að þann 5. seþtember 1954 fór hol- lenzka farþegaflugvélin „Triton“ frá flugvellinum i Shannon á Suð- ur-írlandi og var ferðitini heitið vestur um haf. Flugtakið átti sér stað að nceturlagi. Fáeinum minútum eftir að flugvélin var kom- in á loft stakst hún niður á sandgrynningar i Shannonfljóti. Þarna var öllu fremur um fen að rceða heldur en fljót. Með aðfallinu fór flugvélarflakið í kaf. Farþegarnir biðu eftir hjálþ i dauðans angist og örvœntingu, en hún kom ekki fyrr en eftir eina og hálfa klukku- 6 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.