Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 7

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 7
stund. Vegna þess, hve seint björgunarstarfið gekk týndu margir menn lífinu, eða að minsta kosti tuttugu manns, sem auðvelt hefði verið að bjarga, ef hjdlpin hefði borizt nógu fljótt. Eins og lesendur vorir muna vafalaust, lýstum vér því d sinum tima, hvers vegna björgunarstarfið hófst svona seint, enda þótt slys- ið hefði skeð svona nálœgt flugvellinum. Vér hljótum þvi að láta i Ijós ánœgju vora yfir því, að nú er hafin rannsókn i þessu máli, þar sem hiklaust verður krafizt svars við spurningunni: Hver d sök á þvi, að björgunarstarfið hófst svo hrœðilega seint? Allir vita, að flugvélarnar eru i stöðugu sambandi við flugvellina fyrir lendingu og einnig eftir flugtak. Á flugvellinum i Shannon hljóta menn að hafa veitt þvi athygli, að talsambandið við Triton rofnaði skömmu eftir flugtakið. Hvað orsakaði þetta slys? Hvað hefur brugðizt? Hver ber ábyrgð- ina á þessu stórslysi? Talið er, að hreyfilbilun hafi valdið slysinu og það, að hœðarmcel- irinn hafi verið i ólagi. En á þeirri stundu, er flugvélin steyptist nið- ur voru allir farþegarnir, 56 að tölu, enn á lifi. Reyndar létu þá strax nokkrir menn lifið vegna uppþots, er varð inni i flugvélarflak- inu. En allir aðrir fórust vegna þess eins, að hjálpin kom of seint. Og það er einmitt um þetta mikilvœga atriði, sem rétturinn i Dublin fjallar þessa dagana. Á fyrsta degi réttarhaldsins flutti ákœrandinn sóknarrœðu sina og nokkrir hinna ákcerðu og nokkrir sjónarvottar báru vitni. ---- □ ------- Þá sagði Dublin News frá því, er sannazt hafði og afsannazt þennan fyrsta dag réttarhaldsins. Næstu daga vörðu blöðin líka miklu rúmi í frásagnir af málinu. Fátt nýtt virtist koma í dagsljósið auk þess, er áður hafði verið rakið. Vitni voru yfirheyrð og sérfræðingar hlustuðu á framburð þeirra. Ríkissaksóknarinn og verjandinn háðu ákafa glímu um sannanir og afsannanir. Blöðin birtu fjölda mynda af hinum þrem ákærðu, en þeir voru flug- umferðastjórinn á Shannon-flugvelli, sem var á vakt er slysið varð, Des- Nýtt S O S 7

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.