Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Page 8

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Page 8
mond Englinton að nafni, yfirmaður ratsjárþjónustunnar Richard Baker og loftskeytamaðurinn á farþegaflugvélinni „Ocean“, Charles Princton. Aðeins einu sinni komst hnífur blaðanna í feitt, svo feitt, að ratsjár- sérfræðingar víða um heim urðu steini lostnir af undrun. Blaðadrengim- ir í Dublin og London æptu sig hása: „Draugar og dularfull fyrirbæri á radarskífunni. Skýring yfirmanns radarþjónustunnar vekur feikna at- hygli! “ Gangur Triton-málsins og atburður sá er málarekstrinum olli, er skráður á hundruð blaðsíðna í réttarbókina. Þar segir frá sorgaratburði með látlausum og litlausum orðum. Sú saga öll leysti feikna spenning úr læðingi á sínum tíma, en svo koma aðrir atburðir til sögunnar og Triton- málið hjúpast smám saman gleymsku og þögn. Sú saga sýnir mannlegan veikleika — og styrk — í björtu ljósi og hún má heita einsdæmi í allri sögu nútíma loftsamgangna. Við blöðum nú í skjölum Triton-málsins og rifjum upp þennan merki- lega, en jafnframt sorglega atburð. 5. SEPTEMBER 1954, KLUKKAN 1,35. Flestir farþeganna sváfu. En þýzki verkfræðingurinn Werner Henninger gat ekki sofið, hann ræddi við sessunaut sinn, feitan hQllenzkan gimsteina- sala, Aalson, en fjögra hreyfla flugvélin KLM Triton hélt leið sína yfir Suður-írland. Aalson strauk upp jakkaermi sína og leit á úrið sitt. „Klukkuna vantar 25 mínútur í tvö. Eftir tuttugu mínútur lendum við á Shannon," sagði hann og geyspaði. „Það er síðasta lendingin áður en við leggjum yfir pollinn mikla,“ svaraði Henninger. „Þetta er nú í fyrsta sinn, sem ég flýg svona langa leið.“ „Jæja,“ svaraði Aalson og hló góðlátlega. „Þá gegnir öðru máli með mig. Þetta er í tuttugasta og fimmta sinn, sem ég fer flugleiðis yfir hafið, einskonar júbilflug! Allt í viðskiptaerindum." „Ja, nú er ég hissa, svo þér þekkið leiðina blindandi?" „Jú, maður gæti víst sagt það! Sjáið þér til: Þarna niðri, meira að segja í dimmunni, má sjá stærstu á írlands, Shannon-fljótið. Flugvöllurinn dregur líka nafn af fljótinu, en hann liggur í nánd við ármynnið.“ 8 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.