Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 11

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 11
við ýms verk. Henninger og Aalson gæddu sér á wiskí inni í barnum og keyptu nokkur brezk myndablöð. Nú var kallað í hátalarann, að farþegar væru beðnir að taka sér sæti. Viruly kvaddi Eglinton flugumferðarstjóra með virktum, en hann skund- aði þá upp í flugturninn. Um klukkan 2,30 var farþegum óskað góðrar ferðar yfir hafið og í sama bili heyrðist rödd Eglintons í heyrnartæki flugstjórans: „Gjörið svo vel að renna flugvélinni á brautarerida!" í sama bili tóku hreyflarnir að mala. Hægt og þyngslalega brunaði Triton út á braut III. Klukkan 2,33 var tilkynnt úr flugturninum: „Flugtak heimilt!“ og Triton þaut eftir flugbrautinni í suðaustur, beint á móti vindáttinni. KLUKKAN 2,38. Viruly einbeitti sér að starfi sínu. 240 km. hraði — nú lyfti hann stýr- isstönginni lítið eitt — flugvélin hóf sig frá jörðu. 290 km. — 30 metra hæð. Flugstjórinn hlustaði vandlega eftir hljóðinu í vinstri hreyflunum. Undarlegt var þetta?! Eitthvað virtist ekki vera í fullkomnu lagi. En hvað? Rétt áðan voru hreyflarnir vandlega athugaðir. Var þetta ímyndun eða hvað? Hann leit spyrjandi á Braake, sem virtist ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu. 320 km. — Hæðarmælirinn sýndi 60 metra. Viruly beygði með varkárni í vesturátt — til hafsins. Hann var yfir Shannon-fljótinu, sem hér var fleiri kílómetra breitt. Enn kunni flugstjórinn ekki við hljóðið í vinstri hreyflunum. En af mælitækjum varð ekki annað séð, en allt væri í bezta lagi. Ætti hann að snúa við? Honum varð hugsað til þessa undarlega hugboðs, sem fyrr er frá sagt. Hjólin voru komin upp, voru horfin inn í búk flugvélarinnar. Bæði ljósmerkin sáust greinilega. Líka það var í lagi. Enn einu sinni leit hann gaumgæfilega á öll mælitækin. Hæðarmæl- irinn sýndi 80 metra. — Lengra náði hugsun Virulys ekki, því einmitt á þessu augnabliki dundu ósköpin yfirl Nýtt S O S 11

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.