Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 12

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 12
Feiknahögg, eins og flugvélin ætlaði að brotna í tvennt. — Viruly hlaut mikið höfuðhögg af einhverjum hlut, sem hann lenti á — beltið þrýstir svo harkalega að honum, að hann er næstum kafnaður, en samt er það einmitt beltið, sem bjargar lífi hans. — Hann missti meðvitund í nokkrar mínútur. Flugvélin brunar áfram nokkrar sekúndur enn, plægir vatnið með miklum boðaföllum, svo nemur hún staðar á grynningunum í ánni. Triton hefur steypst niður á grynningarnar í miðju Shannon-fljóti — í sömu andrá og hæðarmælirinn sýndi 80 metra hæð! Gólfið brotnaði og ískalt vatnið streymdi upp í vélina. Það var einmitt kalda vatnið, sem kom flugstjóranum til sjálfs sín. „Hvað er að ske?“ hrópaði Viruly. Enginn svarar. Var þetta vaka eða draumur? Allt í kringum hann er kolsvarta myrkur. Ljósin í mælaborðinu eru öll slokknuð. „Hæðin var 80 metrar! Áttatíu metrar!“ endurtók hann sífellt með sjálfum sér. Eða hafði hann líka dreymt það? Nú heyrir hann vatnsnið, streymandi vatn. Fætur hans eru ofan í köldu vatni, flugmannssætið er í kafi, stjórnklefinn hálfur af ísköldu vatni. „Braake! Braake!" hrópar hann og þrífur vasaljósið sitt ósjálfrátt, sem er þurrt ennþá, sem betur fer. Van Braake liggur sem dauður, hangir í beltinu. Flugstjórinn hristir félaga sinn unz hann vaknar til meðvit- undar og horfir ringlaður kringum sig. Þá opnaði Viruly hurðina að farþegarýminu og lýsti inn. Næstum allir farþegarnir voru enn meðvitundarlausir, þeir voru hreyf- ingarlausir og húktu niður í sætin. Það var óhugnanleg sjón. Þó var það mikil heppni í óheppni, að allir voru enn með spennt beltin. Hér var gólfið líka brotið og vatnið streymdi inn með ískyggilegum hraða. Nú fóru farþegarnir smám saman að rakna úr rotinu. Þeir stynja, kalla og hrópa. Viruly stendur í sömu sporum þarna í dyrunum. Svo gengur hann inn eftir farþegarýminu og reynir að opna útihurðina. Tammo Sypkens, loftskeytamaður, og Braake koma, og þeir reyna sameiginlega að opna dyrnar. Farþegarnir reyna líka að hjálpa til. En árangurslaust. Flugvélin hefur steypzt svo djúpt niður í sandinn. 12 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.