Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 14

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 14
út um þakið. Einn hrindir öðrum. Menn renna til á gólfinu, detta nið- ur í vatnið. Aðrir troða á þeim, sem falla. Viruly og menn hans reyna að koma á ró meðal fólksins. Þá grípur Tammo Sypkens loftskeytamaður til þess eina úrræðis, sem tiltækt er eins og málum er komið: Hann ræðst á þá, sem verst hafa látið og gefur þeim miskunnarlausa ráðningu. Það neyðist hann til að gera til þess að bjarga lífi þeirra og annarra, sem stóð hætta af fram- ferði þeirra. Loks heppnast Braake að komast upp um gatið á þaki flugvélarinnar, liann stendur á skrokk Tritons. Hann teygar ferskt lofti ðofan í lungun og horfir í kringum sig. í þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð sér hann ljósvita flugvallarins og ljósin í flugturninum. En nú eru margar hend- ur réttar upp til hans, fólkið biður hann að hjálpa sér upp. Viruly og mönnum hans hefur tekizt að stilla fólkið nokkuð. Loksins fær flugfreyjan óáreitt að rétta fyrst út börnin. Braake tekur á móti þeim og leggur þau varlega á þakið. Þá kom röðin að konunum. Viruly og Sypkens lyfta þeim upp hálf- meðvitundarlausum, en van Braake tekur svo á móti þeim. Taach vélamaður hefur reynt, meðan þessu fór fram, að brjóta annað gat á þakið með öxinni, en það tókst ekki. Hann missti öxina úr hendi sér og hún datt ofan í vatnið. Það var vonlaust verk að leita hennar. Farþegarnir berjast fyrir lífi sínu eins og óðir séu. Einn ar sá farþegi, sem er öldungis æðrulaus. það er Werneh Henn- inger, þýzki verkfræðingurinn. Hann bauð Viruly aðstoð sína og gekk rösklega fram með áhöfninni í því að koma á reglu. Viruly spurði Braake, hvort hann sæi ekki einhverja hreyfingu á flug- vellinum. Þar hlutu menn að hafa séð, er slysið skeði. Hann komst ekki upp til þess að hjálpa félaga sínum, sem var nær kominn að niðurlotum af erfiðinu að draga farþegana upp á þakið. Það er búið að bjarga helmingi farþeganna upp úr flugvélarflak- inu. En þeir, sem komnir eru út og sitja á þakinu holdvotir, líta ekki björtum augum á framhald björgunarinnar. Og ekki heldur þeir, sem eru úti á eyrunum hríðskjálfandi og stara út í strauminn, sem er sífellt að brjóta af eyrinni. Með skelfingu stara þeir á vatnið, sem hækkar jafnt og þétt með aðfallinu. Enn eru tuttugu manns lokaðir inni í flakinu. Viruly vonast eftir hjálp frá flugvellinum á hverri mínútu. En þar virðist ríkja fuUkomin nætur- Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.