Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 15

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 15
kyrrð, enginn leiðangur er sendur á vettvang til að bjarga hinum nauð- stöddu farþegum og áhöfn Triton. KLUKKAN 2,50. Þrem mínútum eftir flugtak Tritons var flugumferðastjórinn seztur við að fletta myndablöðum. Hann geyspaði hálf úrillur. Eins og oft áður á næturvöktum snérust hugsanir hans um hann sjálfan. Hann ýtti blöð- unum til hliðar. „Ja, fari það bara bölvað. Hér situr maður eins og negldur niður og heimilar hverri flugvélinni af annarri að þjóta út í geiminn, en sjálfur hefði maður gjarnan viljað lyfta sér til flugs með þeim heldur en að sitja hér í hundsrassi", tautaði hann fyrir munni sér. En hvað var það þá, sem dró hann hingað? í síðari heimsstyrjöldinni hafði hann verið orustuflugmaður. Skotinn niður, særður, fangi Þjóðverja. Nokkur ár varð hann að ganga við hækju, seinna við staf. Að stríðinu loknu var hann látinn hverfa úr hinu kon- unglega flugliði með viðurkenningu og virðingu; ófær til þess að gegna flugmannsstarfi til dagsins í dag að telja. Þá gekk hann í þjónustu flugsamgangnanna sem flugumferðarstjóri á Shannon. Þar hafði hann eytt síðustu árunum — í stað þess að fljúga. Birthley, aðstoðarmaður Eglintons hafði lagt sig til hvíldar, en John Ellis, loftskeytamaður, kom nú til sögunnar og skyldi nú tilkynna Tri- ton starttímann. „Klukkan tvö þrjátíu og sjö! Tvö þrjátíu og sjö!“ kallaði Eglinton til loftskeytamannsins og leit á úrið sitt. Þá hellti hann tei í bolla og leit út um gluggann. Og nú heyrði hann loftskeytamanninn endurtaka: „Klukkan tvö þrjátíu og sjö! Gjörið svo vel að koma. Triton — gjörið svo vel að láta heyra til yðar!“ Eglinton hlustaði með undrunarsvip. Klukkan tvö og þrjár mínútur hafði hann heimilað flugtakið, en nú var klukkan tvö þrjátíu og átta. í fullar fimm mínútur hafði loftskeytamaðurinn kallað á Triton. Þetta var ekki eins og vera bar. Þá kom loftskeytamaðurinn, hratt upp hurðinni áhyggjufullur á svip: „Þetta er undarlegt,“ sagði hann. „Triton svarar ekki tímanum!“ Nýtt S O S 15

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.