Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 16

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 16
„Nú, það lítur út fyrir, að þeir séu bara sofandi!“ svaraði Eglinton. En svo bætti hann við eins og til að leiðrétta sjálfan sig: „En það er nú annars ósennilegt með Triton. Höfðuð þér annars nokkurt talsamband við Triton eftir flugtakið?“ „Jú, jú! Hérumbil mínútu eftir að flugtak var leyft, heimtaði Triton tímann, sem ég svo tilkynnti þeim oft og mörgum sinnum án þess að fá nokkurntíma svar.“ „Reynið enn einu sinni. Ef ekki með talsambandi, þá reynið mors. Kannski hefur sambandið farið af um tíma — —“ Þrisvar, fjórum sinnum, fimm sinnum kallaði loftskeytamaðurinn í mikrófóninn. „Athygli! Triton — gjörið svo vel að svara strax! Triton, gjörið svo vel að svara tafarlaust!“ En Triton þagði og nú hamraði Ellis á lykilinn. Eglinton stóð upp, gekk hægum skrefum út að glugganum og starði út í nóttina. Þá snéri hann við og leit enn einu sinni á bókunina um Triton, svo gekk hann inn í loftskeytaklefann. Þá var Ellis að taka heyrn- artækið af höfðinu. „Árangurslaust! “ sagði loftskeytamaðurinn og hristi höfuðið. „Kallið þá á öllum öðrum bylgjulengdum! Og reynið líka talsamband öðru hverju! Þetta er nú bókstaflega óskiljanlegt!" hrópaði Eglinton æstur. í sama bili kom Birtliley líka inn í loftskeytaklefann. „Við verðum að gefa hættumerki, Birthley! Það er þegar rofið allt samband við Triton!“ Birthley varð agndofa. „En væri það ekki helzt til snemmt?" „Það er betra að kveðja út hjálparlið of snemma en of seint, Birthley!“ Eglinton fór og Birthley fór einnig í herbergi sitt og greip símann. Tíu til fimmtán sekúndur hikaði hann — svo bað hann um samband við bækistöðvar slysavarna á sjó: „Gjörið svo vel að kalla á Triton á alþjóða SOS-bylgjunni! Flugtak á Shannon klukkan tvö þrjátíu og þrjár mínútur, síðasta talsamband við flugvélina klukkan tvö þrjátíu og fjögur! Gjörið svo vel að biðja öll haf- skip og strandferðaskip að koma tilkynningunni áleiðis . . .“ Ennfremur skipaði hann svo fyrir, að sjóflugvélar strandgæzlunnar og björgunarbátar skyldu tafarlaust hefja leit. Webster skipstjóri átti að 16 Nýt.t. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.