Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 18

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 18
djarfi karl flýgur vestur þó tækin séu biluð, til þess að geta lent á réttum tíma vestanhafs.“ „Kannski flugmaðurinn Viruly," svaraði Eglinton, „en varla flugstjóri, sem er trúað fyrir fimmtíu og sex mannslífum. Það er ekki honum líkt. — Nú, jæja, ég vona samt að þeir komi draslinu í lag og geti að minnsta kosti sent okkur kveðju sína.“ Og nú gerðist það, að á nákvæmlega sama tíma og leitarflug-vélarnar ætluðu út á völlinn til flugtaks, tilkynnti Eglinton, að frekari aðgerðir væru óþarfar. Samtímis fréttu allar strandgæzlu- og loftskeytastöðvar, slysavarnastöðv- ar, hafskip og fiskiskip, að vissa væri fengin fyrir því, að Triton væri þá á áætlaðri leið vestur um haf; ástæðulaust með öllu væri að óttast um flugvélina. KLUKKAN 3,15. Á sama tíma og Desmond Eglinton hafði afturkallað hjálparbeiðnina vegna hinnar örlagaríku tilkynningar Bakers, náði sorgleikurinn í flaki Tritons hámarki. Viruly og menn hans gengu fram í því með oddi og egg að bjarga lífi farþeganna. Hvað eftir annað hóf hann athugun á því, hvort sumir far- þeganna væru látnir eða bara meðvitundarlausir. Benzíngufan er hinn versti vágestur, hún leggst eins og ægileg mara á heila manna og lungu. Viruly stendur í vatni upp að geirvörtum. Braake lýsir niður í flakið með vasaljósinu. Enn hjálpar Viruly manni út úr flakinu, sem er næstum meðvitund- arlaus. Hildgaard, hin dugmikla flugfreyja, hjálpar honum vel. En þá missir hann meðvitund, reikar í spori og fellur yfir stól, sem var þarna á floti. Hann var næstum á kafi í vatni. Hildgaard veitti því ekki athygli, hvernig komið var fyrir Viruly. En þá er allt í einu hrópað: „Flugstjórinnl Hjálpið flugstjóranum! Hann drukknar!" Það var Henninger, sem kallaði. Sjálfur gat hann varla staðið á fótunum. „Lýsið hingað!“ kallaði hann til Braake, og svo tókst honum að draga Viruly upp úr vatninu. Sypkens kemur honum þá til aðstoðar. Hann og Henninger hrista Viruly unz hann vaknar til lífsins. 18 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.