Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 19
„Hvað — hvað er . . .?“ stundi hann upp alveg magnþrota. „Getið þér gengið nokkur skref? Við hjálpum yður út!“ sagði Henn- inger. „Út — hvert —?“ • En svo mundi hann allt í einu hvernig ástatt var. „Við hjálpum yður,“ endurtók Henninger og greip í handlegg flug- stjórans. Sypkens studdi hann hinu megin frá, en þá mótmælti Viruly ákaft: „Nei! — fyrst hinir — farþegarnir —“ stundi hann. Henninger ætlar að svara, en þá féll ljósið á hann, og Viruly sá, að maðurinn var einn af farþegunum. „Þér eruð farþegi, gjörið svo vel að fara út!“ „Eg get en orðið að einhverju liði,“ svaraði Henninger og vildi enn reyna að koma flugstjóranum út úr vélinni. Viruly streyttist á móti og svaraði höstum rómi: „Eg er flugstjóri og sem slíkur fer ég síðastur úr flakinu. Ef þér vilj- ið hjálpa einhverjum, þá hjálpið farþegunum.“ „En þeir ,sem eru á lífi eru komnir út. En — hvar er flugfreyjan?“ „í guðanna bænum, livar er flugfreyjan!“ hrópaði nú Sypkens ótta- sleginn. „Er hún kannski hér enn?“ „Hildgaard! Jevrowro Hildgaard!" hrópaði nú Viruly, en röddin var ærið þróttlítil. Ekkert svar. Braake, sem situr enn við opið á flakinu, lýsir niður í flakið, þar sem stólbökin ein sjást upp úr vatninu. „Þarna við dyrnaí!" kallar Sypkens og Braake lýsir þangað. Þá sjá þeir höfuð stúlkunnar — þeir vaða til hennar — en of seint. Fram í andlátið hafði þessi tápmikla stúlka unnið skyldustarf sitt af fádæma hugprýði — og nú var hlutverki liennar lokið í þessum heimi. Taak vélamaður liggur hjá henni. Hann hafði kafnað af benzíngufu, er hann reyndi að brjóta annað gat á þakið. Viruly, Sypkens og Henninger eru einu mennirnir, sem enn eru á lífi í flakinu. Þeir rannsökuðu nú hvern og einn hinna látnu, í veikri von um, að ef til vill kynni að leynast líf með einhverjum þeirra. En svo reyndist ekki vera. Sypkens og Henninger fóru nú upp. Þeir hjálpuðu hver öðrum, líka hjálpaði flugstjórinn þeim, en hann var nú einn eftir á lífi niðri í flak- Nýtt S O S 19

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.