Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 21

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 21
fljótsins og gjálfur vatnsins í flakinu. Hversu langur tími var nú liðinn frá flugtaki? Hann hefur misst allt tímaskyn. Uppi á flakinu heyrir hann einhvern hávaða, muldrandi raddir. Farþegarnir hrópa ekki leng- ur, Braake hefur róað fólkið, sagt því, að hjálpin hljóti að koma innan skamms. En það getur orðið erfitt að finna flakið hér, hugsar Viruly. Þá dett- ur honum í hug, að reyna að skjóta rakettunum. Hann finnur raketturnar fljótlega og byssuna. En um leið og hann snýr við rennur hann til á hálu gólfinu, og raketturnar detta í vatnið. „Hvert í heitasta!“ tautar Viruly. Raketturnar eru orðnar ónothæfar. Hann lítur þá í kringum sig eftir einhevrju öðru. Þá koma honum í hug gúmmíbátarnir. Hann beinir ljósinu enn að brakinu í stjórnklefanum. Jú, þarna eru gúmmíbátarnir samanpakkaðir. Það er aðeins hægt að ná einum þeirra, hinir tveir eru fastir inni í brakinu, það er ógerlegt að losa þá. Þó gerir Viruly alls ekki ráð fyrir að til þ*ss komi, að það þurfi að grípa til bátsins, því hjálpin hljóti að koma áður. Þá óð flugstjórinn til baka, titrandi af kulda og bleytu. Klukkan 3,15 fer hann síðastur þeirra, er af komust við áreksturinn, upp úr flakinu. KLUKKAN 4,00. Sá hugarléttir, sem kom yfir Desmond Eglinton, eftir upplýsingar þær, er hann fékk hjá radarþjónustunni, hvarf honum er frá leið. Hálftíma seinna vék hann ekki frá loftskeytamanninum. „Halló, Triton! Gjörið svo vel að svara! Triton, hvers vegna svarið þér ekki?“ kallaði loftskeytamaðurinn hvað eftir annað. Þá reyndi hann mors, en auðvitað án árangurs. Triton svarar ekki ennþá. Loftskeytamaðurinn hristir höfuðið og reyn- ir á öðrum bylgjum. Hann skilur ekkert í þessu. Hann hefur samband við strandgæzlustöðina. Allskonar skip tilkynna, að þau hafi hvorki heyrt til Tritons eða séð! Þrír menn aðrir eru á næturvakt í flugturninum. Þeim er heldur ekki rótt og mæla varla orð frá vörum. Hugsanir þeirra snúast um Triton.’ Um klukkan 3,15 er þessi eyðilega kyrrð rofin um hríð. Þá lenti far- þegaflugvél á leið frá Dublin til Buenos Aires. Flugvélin var afgreidd Nýtt S O S 21

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.