Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 26

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 26
kalla út björgunarleiðangur í annað sinn í nótt. Er það ekki í of mikið ráðizt?“ Eglinton var á annarri skoðun. „Þér hafið rangt fyrii yður, Birthley, ég ber ábyrgðina og ég sendi heldur út ranga kvaðningu en enga.“ Þá reis hann upp og sagði, fast og ákveðið: „Herrar mínir. ég skipa svo fyrir, að leit skuli hafin!“ - □ - Skömmu síðar heyrðist ærandi sírenuvæll, rauðum rakettum var skot- ið upp í næturhimininn, og hraðsamtöl í ýmsar áttir og senditækin fluttu boð og fyrirspurnir í sífellu. Á fáeinum mínútum hafði Shannon flugvöllur vaknað til lífsins. Flug- vélum var ekið út á völlinn, þar sem þær biðu flugleyfis. Meðfram allri suðurströnd írlands skyldi leitin hafin. Eglinton sá frá vinnustað sínum, að flugvöllurinn hafði verið lýstur upp með ótal sterkum ljóskösturum. Hann greip hljóðnemann til þess að gefa fyrstu flugvélinni flugtaksheimild. En nú kom nýtt atriði til sögunnar, sem enginn hafði búizt við: Ellis loftskeytamaður kom æðandi út úr klefa sínum og rétti honum skeyti. Eglinton greip andann á lofti og hjarta hans barðist ótt. KLUKKAN 4,10. Það örlagaríki loftskeyti, sem Eglinton hélt nú á, kom frá brezkri far- þegaflugvél „Ocean“. Hún var á leiðinni frá Lundúnum til Cúpu. Á þeirri leið er flogið skammt frá suðurströnd írlands. Loftskrúfur fjögra hreyfla vélarinnar möluðu jafnt og þétt í hrollkaldri septembernóttinni. Farþegar allir sváfu. Charles Princton loftskeytamaður sendi síðustu stðarákvörðun. Þá fór hann .að hlusta á þennan venjulega konsert Ijósvakans: loftskeyti, veður- fréttir og skipafréttir. Hann var núna í sambandi við farþegaskip, sem var á leið frá Playmouth til New York. Allt í einu tók Princton að hlusta með glaðvakandi athygli: Skipið tilkynnti, að flugvél frá KLM, Triton, væri saknað og leitað 26 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.