Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 27

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 27
síðan klukkan 2,34. Öll skip og allar flugvélar voru beðnar að hafa þegar í stað samband við Shannon-flugvöll, ef einhverjar upplýsingar væri að fá um flugvélina. Princton skrifaði orðsendinguna og tilkynnti í stjórnklefa: Farþega- flug-vélar á leið vestur um haf er leitað. KLM, Triton er saknað síðan klukkan 2,34. „Erfitt að finna hana að næturlagi", svaraði flugstjórinn stutt og lag- gott, „er líka of langt frá okkar stefnu." „ Að vísu. Eg verð við tækið og hlusta á, hvað skeður." „Ocean“ í stefnunni Azoreyjar — Bermuda — Cúba vék ekki af leið. Princton hlustaði spenntur. Aftur og aftur heyrði hann orðið Triton, líka á neyðarbylgju skipanna. Nú heyrði hann, að Shannon kallaði: „ATHYGLI - TRITON - KLM - GJÖRIÐ SVO VEL AÐ SVARA - HÖFUM EKKERT LOFTSKEYTASAMBAND VIÐ YKKUR - GJÖRIÐ SVO VEL AÐ SVARA SHANNON EÐA SOS SKIPABYLGJU. Nú heyrði hann í fjarska dauft samtal tveggja flugvéla. Hann lieyrði greinilega að önnur flugvélin var frá KLM. KLM — það var einmitt það — Triton var frá KLM. Mundi þetta kannski vera Triton? En hin flugvélin? Fjarlægðin var of mikil til þess, að hann gæti haft samband við þessar flugvélar. Princton skrifaði það, sem hann náði í af því, sem flugvélunum fór á milli: -------SAKNAÐ SÍÐAN KLUKKAN 2,34---------------GJÖRIÐ SVO VEL AÐ SVARA SHANNON--------------STOP-----------TWA ATLAN- TIC-------- Princton hlustaði með athygli og snéri miðunarloftnetinu. Nú svaraði hin flugvélin. Stutt — löng — löng — löng — löng náðu veik blísturshljóð eyra hans. Princton skrifaði það upp, sem hann skildi, en truflanirnar voru svo miklar-----LOFTSKEYTASTÖÐ BILUÐ------------TIL NEW YORK---------ÖLLUM LÍÐUR VEL UM BORÐ---------------- Svo heyrði hann ekki meifa á þessari bylgju. Hann vildi umfram allt vita, hvort flugvélin, sem svaraði væri Triton. En svo fór Princton að leggja saman tvo og tvo í huganum. Flugvélin „Atlantic“ frá TWA hefur vafalaust verið að tala við Tri- ton. Báðar voru flugvélarnar langt í burtu, sennilega á leiðinni frá Bret- landi til Bandaríkjanna. Triton var á leið til New York og hefur hitt Atlantic, sem er á austurleið. Atlantic hefur látið Triton vita, að hans Nýtt S O S 27

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.