Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 29

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 29
Birthley. „En látum það hugsa hvað það vill. Það eina, sem máli skiptir er, að Triton er á lofti! “ Hundruð, og aftur hundruð manna, loftskeytamenn, símamenn, flug- stjórar, skipstjórar og fiskimenn undruðust stórlega, er í annað sinn hafði verið kvatt út björgunarlið að ástæðulausu. Flugumferðarstjórinn fékk margt ófagurt orð á bak, líklega væri hann varla með öllum mjalla. En allir glöddust mjög yfir því, að allt var í lagi með Triton. Flugvallarljósin voru nú slökkt. Nú loguðu þar aðeins hin venjulegu ljós. Þeir mörgu, sem voru rifnir upp úr fasta svefni, gengu aftur til hvílu. Eglinton vissi, að Atlantic átti að lenda á Shannon þá um morguninn, og þá mundu berast nánari fréttir af Triton. Þessa stundina var aðeins eitt efst í huga hans, þessi undursamlega setning úr skeytinu frá Atlantic: ÖLLUM UM BORÐ LÍÐUR VEL. KLUKKAN 4,35. f Hvernig var svo raunverulega umhorfs í Triton á þeirri stundu, er Eglinton var sannfærður um, að þar væri allt í bezta lagi? Allir höfðu horft til flugvallarins, vissir um að hjálpin myndi koma þaðan innan skamms. Á hverri stundu mundu flugvélarnar hefja sig til flugs og þá gæti ekki liðið á löngu unz þeir fyndust. Þeir sáu rauðu rak- ettunum skotið upp í loftið, heyrðu dyn hreyflanna og sáu fjölda ljós- kastara. Allir voru þess fullvissir, að nú væri verið að undirbúa björg- unina. w En svo þagna hreyflarnir, ljósin slokkna. Á flugvellinum var nú allt kyrrt og hljótt. Menn urðu steini lostnir af skelfingu. Þeir skildu alls ekki hvað þessu olli, sem ekki var von. „Þetta er óskiljanlegt! Gersamlega óskiljanlegt!" hrópaði Viruly. „Þeir hljóta þó að hafa orðið þess varir, þegar sambandið við okkur rofnaði."' „ . . . Þeir hljóta að sofa þarna hinumegin!" greip Sypkens fram { fyrir honum. „En það virtist þó, að þeir hafi tvisvar brugðið blundi!“ • Nýtt S O S 29

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.