Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 30

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 30
I Viruly verður hugsað tii Eglintons. Hann veit, að Eglinton er sam- vizkusamur í starfi. Hann hafði sjálfur verið flugmaður árum saman og hann mundi allt vilja gera, sem í hans valdi stæði, fyrir nauðstadda félaga. Yfirborð fljótsins hækkar með flóðinu. Vatnið sleikir nú sandeyrarnar, ekkert heftir för þess. Þessi eyja dauðans verður minni og minni. Henn- inger og Sypkens draga þá upp á flakið aftur, sem hafa gefið frá sér. En þar er þó ekki rúm fyrir alla. Viruly sagði nú við þá Sypkens og Henninger: „Við verðum að reyna að ná í einn gúmmíbát. Tvo er alls ekki hægt að ná í, en einn bátur getur hjálpað talsvert.“ „Auðvitað,/ svaraði Sypkens, „gúmmíbáturinn. Furðulegt, að okkur skyldi ekki hugsast þetta fyrr! Þetta getur bjargað okkur!“ „Víst hugsaði ég um þetta, en ég hélt auðvitað, að hjálpin kæmi eftir nokkrar mínútur, eftir að við hröpuðum — en ég óttaðist uppþot. Gúmmíbáturinn tekur í hæsta lagi tuttugu manns. Þá verður bardagi upp á líf og dauða og ég er ekki viss um, að við ráðum við þetta vopn- lausir.“ Sypkens hugsaði málið. Henninger hugleiðir líka þessar röksemdir flugstjórans, en svo ákveða þeir félagar í sameiningu, að skírskota til heilbrigðrar skynsemi farþeganna. Viruly stígur upp á flakið til þess að tala við fólkið. Þar sitja hinir örvilnuðu farþegar. Enginn kallar lengur á hjálp. Öðru hvoru heyrist lágt kvein í barni, grátur kvenna og stunur þeirra, sem meiðst hafa. Viruly biður farþegana að reyna að þrauka og missa ekki kjarkinn. Nú verði reynt að ná í gúmmíbátinn inni í flakinu, en því miður væri úti- lokað að komast á honum til lands, vegna straumhörku fljótsins, því þá væri mikil hætta á, að bátinn ræki út á opið haf. Það yrði því að binda bátin við hliðarstýrið. í hann færu svo konur og börn og þeir, sem væru verst haldnir. Þar yrði í versta tilfelli að bíða unz dagaði, en úr því gæti björgun ekki dregizt. „Því miður rúmar báturinn ekki ykkur öll,“ lauk Viruly máli sínu. „En verið alveg róleg og forðist að grípa til örþrifaráða! Ef þið missið stjórn á ykkur, þá kemur báturinn ekki að neinu gagni. Konur og börn hafa forgangsrétt. Eg legg enn einu sinni áherzlu á hið allra nauðsynleg- asta: Fylgið öllum fyrirskipunum okkar!“ 80 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.