Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 32

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Síða 32
lokin,“ hvíslar Sypkens að Viruly. „Eg ætla að freista þess að komast í land og ná í hjálp! “ Viruly hugsar málið, svo ypptir hann öxlum: „Straumurinn er o£ sterkur og álarnir of djúpir. Þá yrði stundum að grípa til sundsins, en á milli yrði að vaða leðju og sandbleytu, — og þetta er þriggja kílómetra leið. Shannon er því miður ekki aðeins fljót, heldur er þar fenjasvæði mjög stórt og illt yfirferðar. Eg efast mjög um, að yður heppnist þetta. . .“ „En eitthvað verðum við að gera, því þegar bjart er orðið og við sjá- umst frá flugvellinum, getur það verið of seint.“ Þeir ræddust enn við um ástandið og loks var ákveðið, að Viruly og Sypkens skuli vera á flakinu og gæta þess að fólkið ryðjist ekki í bátinn, sem þegar er yfirfullur. Þá mundi brjótast út uppþot að nýju. Henn- inger ætlar að reyna að komast til norðurbakka fljótsins. Hann kveður þá félaga tvo með handabandi, svo rennir hann sér ofan í ískalt straum- vatnið. Nokkur öflug sundtök. Þjóðverjinn syndir nokkurn spöl. Þá lendir hann á grynningum og sekkur næstum upp að mitti í sandbleytu — rífur sig upp úr henni og heldur áfram. Nú skeður það, að allt í einu fylgja þrír eða fjórir menn dæmi Henn- ingers, renna sér niður af flakinu, þá fer hver af öðrum, átta, tíu, tólf — þeir fara allir í slóð Henningers. Viruly kallar til þeirra, að þeir ættu tafarlaust að snúa til baka, þetta sé með öllu þýðingarlaust. Mennirnir synda, brjótast um í stríðum straumnum, þá vaða þeir yfir eyrarnar, sökkva ofan í sandbleytuna, sumir rífa sig upp úr, aðrir sitja fastir og hrópa á hjálp, en enginn getur veitt. Fyrir löngu voru þeir, sem fyrirhyggjulaust lögðu út í ófæruna, horfn- ir af sjónarsviðinu. Þá heyrist allt í einu dynur í lofti í vesturátt. Björgun? Þau horfa öll upp í loftið. Nú heyrast hreyfladrunurnar miklu greinilegar, þá sjást rauðu og grænu ljósin á vængjunum, og nú flýgur hún í birtu ljóskastaranna: Það er verið að undirbúa lendingu þessarar áætlunarflugvélar. Flugvélin flýgur með þrumugný yfir flakið í um það bil sextíu metra 32 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.