Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 35

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 35
„Þetta er hræðilegt!" stamaði flugumferðarstjórinn og ásakaði sjálfan sig biturlega fyrir það, að hafa tekið mark á þessu loftskeyti og látið það breyta ákvörðun sinni. En Millian reyndi að telja um fyrir honum. „Nei, Mr. Eglinton. Þér höfðuð enga ástæðu til þess, að taka ekki mark á skeytinu um, að allt væri í lagi með Triton. Sökin er Princtons loft- skeytamannsins á Ocean! Hann hefur gert sig sekan um furðulegt gá- leysi.“ Eglinton jafnaði sig smám saman. „Það, sem máli skiptir fyrir mig, er það, að slys hefur borið að hönd- um. Og nú er það augljóst, að slysið hefur skeð stuttu eftir flugtak, því þá rofnaði sambandið við flugvélina. Satt að segja efast ég um, að Triton hafi komizt út á opið haf —“ Þá hringdi síminn. Eglinton tók símtólið hangadi hendi. „Þetta er flugvallarhótelið. Afsakið, Mr. Eglinton, það er Johnny, sem talar.“ Jonny þessi var næturvörður á hótelinu. „Eg er hræddur um, að þarna fyrir handan hafi strandað fiskimenn frá Lemwerik, ég meina á sandgrynningunum úti í Shannon-fljótinu . . .“ „Ha? Fiskimenn frá Lemwerik? Hvernig dettur yður þetta í hug?“ „Tja, — það var nefnilega kona, sem var farþegi með Atlantic, sem ságði okkur, að hún hefði rétt áður en vélin lenti horft niður á Shannon- ána, og undraðist hvað fljótið var breitt. Hinir farþegarnir hefðu ekki haft mikinn áhuga fyrir landslaginu, enda enn alldimmt af nóttu —“ „Áfram, áfram! Haldið áfram!“ sagði Églinton. „Jú, konan sagði svo frá, að það hefði að vísu verið nokkuð dimmt, en hún heldur, að hún hafi séð mannlegar verur á báti, og þær hafi lík- lega veifað með klútum. Hún er heldur ekki frá því, að einhver hafi sveiflað ljósi, en allt var þetta ógreinilegt. Eg veit raunar ekki, hvort takandi er mark á þessari frásögn konunnar, en mér fannst rétt að láta yður vita af þessu, ef það reyndist rétt, að þarna væru nauðstaddir sjó- menn . . .“ „Þetta eru engir fiskimenn, Jonny! Það eru farþegarnir af Triton!“ hrópaði Eglinton, kastaði símtólinu á og æddi út úr herberginu ásamt þeim Millian og Birthley. Jonny var furðu lostinn. Hann skildi hvorki upp né niður x neinu. Nýtt S O S 35

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.