Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 38

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Qupperneq 38
hann Demond Eglinton höndina — bjargvættinum á síðustu stundu. — Bjargvættinum?? SAKSÓKNARI RÍKISINS ER Á ÖÐRU MÁLI. Desmond Eglinton, vakthafandi flugumferðarstjóri á Shannin-flugvelli, er ákærður fyrir vanrækslu í skyldustarfi sínu, með þeim afleiðingum, að hann er talinn vera valdur að dauða 28 manns. Richard Baker, yfirmaður við radarþjónustuna á Shannon, er ákærður fyrir að vera meðsekur í dauða þessa fólks, af þvi að hann hafi fullyrt, að ljósdepill eða endurskin ljóss, hafi verið flugvélin Triton, og þar með komið í veg fyrir, að björgunarstarf yrði hafið. Charles Princton, loftskeytamaður á Ocean, er sömuleiðis ákærður fyr- ir að vera meðsekur og meðvitandi að dauða 28 manns, vegna þess, að hann hafi með loftskeyti, er flutti falskar upplýsingar, orðið þess vald- andi, að hætt var við björgunaraðgerðir, er lið var kvatt út í annað sinn. Verjendur hinna ákærðu neita því ákveðið, að skjólstæðingar þeirra eigi nokkra sök á slysinu. „Eglinton er algerlega sýkn saka,“ sagði verjandinn. „Tvisvar skipaði hann svo fyrir, að björgunarstarf skyldi hafið, en í bæði skiptin var þessi skipun afturkölluð vegna þess, að upplýsingar, sem ekki var ástæða til að véfengja, reyndust ekki réttar." „Þar lá hundurinn grafinn. Reyndust ekki réttar! Eglinton bar að at- huga þessar upplýsingar betur. Ljósblettir og loftskeyti er ekki fram- bærileg ástæða til að hætta við leit að týndri flugvél," mælti sækjandinn. „Richard Baker er án saka,“ mælti verjandinn. „Aldrei fyrr hefur svona tilfelli komið fyrir á radarskífu, ljósblettur eða endurskin ljóss, sem hreyfist hægt og sést lengi.“ „Baker mátti alls ekki fullyrða, að þessi blettur, sem hann sá í rad- arnum væri Triton. Endurskin, eða hvað sem þetta var, er nú einu sinni endurskin, en ekki flugvél," svaraði saksóknarinn. „Það er ekki hægt að sakfella Charles Princton," mælti verjandi hans. „Það er mjög eðlilegt, að hann héldi, að þetta samtal, sem hann þó ekki náði í heilu lagi, hefði verið milli Atlantic og Ttriton.“ „Vegna samtalsbrots, sem ekki er hægt að fá nokkurt samhengi í, er gersamlega óverjandi, að senda frá sér svona örlagaríka tilkynningu,“ svaraði saksóknarinn. 38 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.