Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 39

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 39
Þannig er þæft í réttarsalnum í Dublin dag eftir dag. Ný og ný vitni voru leidd fram. Sérfræðingar voru látnir segja álit sitt. Málsskjöl hrúgast upp, fleiri og fleiri skoðanir koma í dagsljósið. En hinir ákærðu urðu ekki sannir að sök. Eftir langt og ákaft málþóf, sem stóð yfir marga daga, tilkynnti loks dómforsetinn, að rétturinn hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að allir hinir ákærðu væru sýknir saka. Forsendur dómsins voru lesnar að lokinni dómsuppkvaðningu; sá lest- ur tók marga klukkutíma. Saksóknarinn lýsti yfir, að hann gæti ekki sam- þykkt fyrir sitt leyti, að forsendurnar væru réttar. Tvennt var það einkum, er rannsókn slyssins beindist að, því segja má, að þessi sorgleikur hafi raunverulega verið tvíþættur. Fyrst var þá að fá sannanir fyrir því, hvað olli sjálfu slysinu, sem virt- ist í fyllsta máta dularfult. Á borði dómenda á enn hæðarmælirinn, sem enn stóð á talan 80, sem nægði Viruly til sýknunar. Á því var raunar ekki neinn vafi, að slysið orsakaðist af því, að ólag var á tveim hreyflum og hæðarmælirinn var í ólagi. Hinsvegar sannaðist aldrei, hver þessi bil- un var í hreyflunum og ekki heldur, hvers vegna hæðarmælirinn var ó- virkur. Öðru máli gegndi með hinn þátt slyssins. Að áliti ríkissaksóknarans voru þrír sekir: Eglinton, Baker og Princ- ton. En honum reyndist torsótt að sanna sakirnar á hvern og einn, svo að óyggjandi væri, eða á þá alla sameiginléga. Við uppkvaðningu dómsins voru viðbrögð tilheyrenda nokkuð mis- munandi. Sumir létu óspart í ljós ánægju sína, aðrir hristu höfuð sín með vandlætingarsvip. Blaðamennirnir þustu inn í símaklefana eða á ritstjórnarskrifstofurnar, svo heimurinn gæti sem fyrst fengið fréttirnar. Browns aðalritstjóri „Dublin News“ og Stanley blaðamaður við sama blað sátu hvor gegn öðrum við borð, og Brown las með velþóknun það, er Stanley hafði skrifað um Triton-málið og gang þess. Svo sendi hann setjurunum handritið. Frásögn Stanleys lauk svo: „Hafa mönnum orðið á mistök? var um tæknilega galla að ræða? Um þetta vitum við ekki með fullri vissu. Það var engu líkara en allir illir andar hefðu gert samsæri gegn Eglinton, Viruly og Triton. Tuttugu og átta manns létu lífið. En tuttugu var hægt að bjarga, ef björgunarstarfið hefði ekki verið kæft í fæðingunni vegna „draugagangs“ á radarskífunni.“ ENDIR. Nýtt S O S 39

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.