Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Síða 8

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Síða 8
Þ J O Ð I N 60 þykkja liana, og sáttasemjara ekk- ert vald gefið til að fresta vinnu- stöðvun. Frumvörpin voru því fálm, sem varð að engu á þinginu. Sjálf- stæðismenn báru fram sitt frum- varp á ný, en það varð ekki út- rætt. Þegar hér er komið málum, sum- arið 1937, er nauðsynlegt að gera í stuttu máli grein fyrir afstöðunni í vinnumálunum, elcki eingöngu eins og hún hirtist á Alþingi, held- ur einnig í blöðum, á mannamót- um og i samningum milli vinnu- veitenda og verkamanna. Blöð kommúnista og Alþýðu- flokksins liöfðu alla stund frá því að frumvarp sjálfstæðismanna var horið fram, viðhaft hinar gegndar- lausustu æsingar gegn því. Frum- varpið var nefnt „þrælalög", og undir slikri yfirskrift rituðu jafnvel menn eins og Guðm. Ó. Guðnnmds- son, þáverandi formaður Ðagsbrún- ar, og Sigurjón A. Ólafsson í Al- þýðublaðið, en hinn síðarnefndi var í vinnulöggjafarnefnd þeirri, sem atvinnumálaráðherrann skipaði og hafði því auðvitað fullan kunnug- leika á málinu. Sjálfur formaður Dagshrúnar hélt því fram í æsinga- skyni gegn frumvarpinu, að í því væri gert ráð fyrir dómstól, er á- kveða ætti kaup verkamanna og kjör, og þessi höfuðlýgi andstæð- inga vinnulöggjafarinnar var end- urtekin í blöðum og á mannfund- um hvað ofan í livað. Kosningaáróður kommúnista og alþýðuflokksmanna hafði mjög ill álirif á vinnulöggjafarmálin al- mennt. í kosningabardaganum var vinnu- löggjöfin afflutt á hinn versta hátt, og almenningi gefnar alrangar hug- myndir um eðli og tilgang slíkrar löggjafar. Kommúnistar kröfðust Jjess, að engin vinnulöggjöf yrði sett, og sósíalistar þorðu ekki ann- að en danza eftir þessari söniu pípu frammi fyrir kjósendunum. Sumstaðar var talað um i blöðum og á mannfundum ])essara flokka, að setja vinnulöggjöf, sem fæli ein- göngu í sér aukningu verkfallsrétt- arins, og er þó vandséð, hvernig sá réttur getur verið meiri en liann er nú í framkvæmdinni. En það merkilega skeður, að ein- mitt um svipaðar mundir sem áróð- urinn gegn vinnulöggjöfinni er sem mestur, gerir Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík þ. 24. júlí samning við vinnuveitendúr, þar sem slegið er föstu því grundvall- aratriði vinnulöggjafar, að skylt sé að fresta verkföllum takmarkaðan tíma, meðan á sáttaumleitunum stendur. Nánar tiltekið fól samning urinn við Dagsbrún í sér eftirfar- andi alriði: a) Að allan ágreining, sem rís út af samningnum, skuli leggja fyrir sátjanefnd. i>) í sáttanefnd skuli rannsaka á- greiningsatriðin og þrautreyna, hvort ekki sé unnt að leysa við- komandi deilu friðsamlega. e) Að óheimil sé vinnustöðvun út af ágreiningi, fyrr en vika er liðin frá þvi sáttaumleitanir hóf- ust. Þrátt fyrir allar æsingar í hlöð- um og á mannfundum færðist þó

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.