Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Blaðsíða 20

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Blaðsíða 20
72 ÞJÓÐIN til þess að vernda lýðræðið og forða þjóðinni frá einræðishættunni? En vér höfum nær- Hvað boðar tæka sönnun fyrir kommúnisminn? h0llustu þeirra VÍð lýðræðið, og fyrir- ætlunum, ef þeir næðu völdum. Að- alforingi flokksins og fyrsti þing- maður, Einar Olgeirsson, skrifaði grein í Þjóðviljann, hlað kommún- ista, 1(5. jan. síðastl., þar sem hann lýsir framlíðarríki kommúnismans. Greinin heitir „Kosningar á íslandi sósíalismans“. Þar segir svo: „Vorið 1947 skyldu fara fram kosningar i hinu sósialistiska Is- landi. Hinn sameinaði flolckur, sem skapazt hafði upp úr Kommún- istaflokknum, Aljnjðuftokknum og Framsóknarflokknum, sem til voru fyrir 1940, hafði farið með völdin í 5 ár, sem meirihluta-flokkur. Bændaflokkurinn hafði veslast upp fyrir 8 árum og var nú gleymdur. íhaldsflokkurinn var horfinn; nokkrir af forsprökkum hans höfðu verið gerðir landrækir fgrir land- ráð, en leifarnar af flokknum leyst- ust upp.“ E[ér er ekki farið í neinar felur með fyrirætlanirnar: Það á að hanna Sjálfstæðisflokkinn og gera leiðtoga hans landræka, líklega þá, sem ekki hafa verið teknir af lífi að rússneskri fyrirmynd. Það er vissulega dásamlegt lýðræðisriki, ,sem Einar Olgeirsson dreymir um. Og enn segir foringinn: „Að visu höfðu nokkrir fjár- glæframenn, sem flúðu af landi til Lundúna árið Í940, þegar Lands- bankinn varð gjaldþrota, gefið út blað erlendis, og ráðizt á hinn sam- einaða flokk alþýðunnar og sakað hann um einræði, af því að hann var eini stjórnmálaflokkurinn í landinu“. — „Var á geysistórum kosninga- fundum rætt um þetta og að lok- um komizt að samkomulagi um einn mann i hverju kjördæmi . . . Eftir þessu virðist æðsta hugsjón- in vera sú, að gera þjóðbankann gjaldþrota, (til þess að auka láns- traust landsins?) Aðeins einn sljórnmálaflokkur verður leyfður í landinu og einungis einn frambjóð- andi fær að vera i kjöri i hverju kjördæmi. Þarf frekar vitnanna við um einræðisfyrirætlanir kommún- isla? Og hvernig getur nokkur mað- ur með opin augu lengur látið hlekkjast af „lýðræðis“grimu slíkra manna? Siðan kosningar fóru Tvö þing. fram, hafa tvö Alþing Lítil afköst. verið háð Bæði hafa þau setið lengi, en ekki skilað starfi að sama skapi. Hafa þau verið mjög afkastalitil, og fá stórmál eða nýmæli frá þeim kom- ið. Mikill hluti þingtimans hefir far- ið i samningamakk milli stjórnar- flokkanna, en ekki til reglulegra þingsfarfa. Meginstefna þessara þinga hefir verið sú, að revna að halda í horfinu, hækka álögur og finna upp nýja skattstofna. Þau mál, sem helzt er uin getandi, eru brevtingin á stjórn sildarverksmiðja ríkisins á fyrra þinginu, og gerðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.