Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Blaðsíða 13

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Blaðsíða 13
1» J Ó Ð I N 65 og liflátinna manna, smyglað risa- fjárhæðum til útlanda, og svo á þessi vörður réttar og siðsemi í fyrirmynd- arríkinu að hafa gert sér það þráfald- lega til gamans að byrla ýmsum heið- ursmönnum eilur. Og sVo slyngur er hann í þeirri list, að þegar hann verður að aflienda embættið i hend- ur Jeschow, keppinaut sínum og fjandmanni, þá eitrar hann bókstaf- lega grenið (þ. e. vinnuherbergið), svo Jeschow kennir heilsuljrests. (Kolzow-Ginsburg, Práwda, 9./3. 1938). Þá er ekki heldur neitt smáræði, sem rekst upp úr Rykoff og Bucli- arin. Þegar þess er minnzt livílíkir máttarstólpar Ráðstjórnarrikjanna og dýrlingar allra kommúnista þeir liafa lengstum verið,* kann manni * Bucharin er fæddur 1888. Hefir ver- ið i kommúnistaflokknum síðan 1906. Ár- ið 1909 kemst hann undir manna hendur og er sendur 1911 i útlegð, til Onega við Hvítahaf. Þaðan tekst honum að flýja, og er hann næstu árin í ýmsum löndum og stendur í nánu sambandi við Lenin. 1914 er hann handtekinn í Austurríki, vegna njósna. En svo mikla ást hafa sósí- aldemókratar þar i landi á lionum, að þeir linna ekki látum, fyrr en hann er látinn laus. Næsta ár skýtur honum upp í Sviss, bendluðum við undirróðursstarf- semi. Litlu síðar er liann kominn til Sví- þjóðar, er gómaður þar af lögreglunni, kemst til Noregs, síðan Danmerkur og þaðan til Bandarikjanna. Þar ferðast hann um i áróðursskyni. Þegar konnnúnista- byltingin brýzt svo út í Bússlandi 1917, virðist hann þó vera kominn þangað fyr- ir nokkuru, og tekur virkan þátt í bylt- ingunni. .4 hann sæti i „miðstjórn" kom- múnistaflokksins, og er hlaðið á hann hverju virðingarembættinu eftir annað. Þegar III. Internationale (Komintern) er stofnað (í marz 1919), er hann í fram- kvæmdaráði þess. Um skeið er hann svo ritstjóri aðalblaðs flokksins, Prawda, og liefir hann verið talinn aðalhjálparkokk- ur Lenins við matreiðslu kommúnistiskra kenninga og slagorða. Hann var því til- valinn sendimaður til annara landa, þar sem kommúnistaflokkurinn átti í seli. Til Þýzkalands var hann sendur, til þess að kenna kommúnistunum þar listirnar, og var mikil vinátta með honum og Karli Liebkneclit, kominúnista-„píslarvottinum“ Jiýzka. Til Noregs var hann sendur öðru hvoru, til þess að stappa stálinu í sósíal- istana þar. — Er rétt að vekja athygli á því í þessu sambandi, að kommúnista- forsprakkarnir hér á íslandi hafa framan af sótt sitt „vit“ í konnnúnista Þýzka- lands og Noregs, og geta því í báðar ætt- ir rakið sína andlegu ættartölu til Buc- harins. — En 1928 fer frægðarsól Buchar- ins að lækka um skeið, vegna of náinna maka við Sinowjew, og 1930 er hann sviftur öllum embættum innan flokksins. En eftir að hafa lofað Stalin bót og betr- un, er hann aftur tekinn í sátt, og frá því 1934 til síðasta árs hefir hann verið aðalritstjóri blaðsins Iswestija.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.