Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Blaðsíða 29

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Blaðsíða 29
Þ J Ó Ð I N 81 1 I u / H / á þeim aldri fylgdi yfirleitt naz- istum. 3. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram undir eftirliti fylgismanna Schuschniggs. Aðrir máttu þar ekki nærri koma. 4. Engar kjörskrár voru til. Þeir, sem neyta vildu atkvæðisrctt- ar síns, urðu að leggja fram sann- anir fyrir því við kjörborðið. að þeir mættu kjósa, fæðingarvottorð og fleiri vottorð. Það var fvrirsjáan- legt, að yfirvöldin gætu ekki af- greitt nema lítinn hluta þessara vottorða á 3 daga frestinum. 5. Kjósendur áttu eingöngu að svara því, hvort þeir vildu að Aust- urríki yrði sjálfstætt áfram. Þeim var ekki gefinn kostur á að segja til um það, hvort þeir vildu, að Austurriki yrði i nánara sambandi við Þýzkaland en það hafði verið. 6. Þeir, sem ætluðu að svara spurningunni neitandi, urðu sjálfir að útvega sér kjörseðla, svo að kosningin var ekki leynileg. Þeir, sem hezt fylgdust með mál- um þessum, sáu það fyrir, að livorki austurrískir nazistar né Hitler mundu sætla sig við slika atkvæða- greiðslu. Það, sem menn furðuðu sig mest á, var að Schusclmigg skyldi láta sér til hugar koma, að hún fengi að fara fram. Schuschnigg var talinn revndur og mikilhæfur stjórnmálamaður. En livernig gat þá á þvi staðið, að hann skyldi stíga þetta glæfraspor, sem flestir sáu, hvert leiða mundi? Það fór fyrir honum eins og svo mörgum öðrum, að honum förlaðist sýn, þegar mest reið á. Úrslitakostir. Seyss Inquart, sem orðinn var for- ingi nazista, krafðist þess nú, að at- kvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeg- ar Schusclinigg varð ekki við þeirri kröfu þegar i stað, krafðist hann þess ennfremur, að Schuschnigg legði niður völd, og að sér vrði fal- ið kanzlaraembætlið. Það hefir verið sagt liér á landi, að Þýzkaland hafi sett þessar kröf- ur fram. En það mun ekki vera rétt. Hitt er annað mál, að kröfur þessar voru jafn alvarlegar, þó að þær væru settar fram af Seyss In- quart, því að hann hefir að sjálf- sögðu liaft vissu fyrir því, að Þýzka- land mundi hjálpa til þess að knýja þær fram. Þýzkaland braut því ekki formlega lög á Austurríki. Ríkin sameinast. Schuschnigg lagði niður völd og Seyss Inquart myndaði stjórn. Hann hað Þýzkaland að senda her inn í Austurríki, til þess að koma í veg fyrir óeirðir og blóðsúthelling- ar. Þýzki herinn kom og var tekið með miklum fagnaðarlátum. Því næst kom Hitler sjálfur. Honum var tekið með svo miklum kostum og kvnjum, að slíks munu fá dæmi. Austurríki var svo formlega sam- einað Þýzkalandi. Austurriskir menn voru komnir heim. Engar óeirðir urðu. Engu blóði var úthellt. Il)úar Þýzkalands eru nú 75 milljónir. Það er stærra og voldugra en það hefir nokkurn tíma áður verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.