Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Blaðsíða 31

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.04.1938, Blaðsíða 31
b J Ó Ð I N 83 ^ÉutÁoíJÍcLax.- ofy ahbsldjptL- (xpiíkLoMidcLfy L atuLmLOi&lcsthi Þegar félag ungra Sjálfstæðis- manna í Reykjavík, Heimdallur, setti sér stefnuskrá 1931, tók það upp sem eitt stefnumál sitt, að beita sér fyrir hlutdeildarfy|rirkomulagi i atvinnurekstri. Tilgangur þess er sá, að draga úr hagsmunastríði verkamanna og vinnuveitenda, og þar með úr vinnudeilum, með því að veita verkamönnum og öðrum starfsmönnum fyrirtækis hlutdeild i arði þess og ílilutun um stjórn, án þess að draga úr meginkostum sér- eignarskipulagsins: framtaki og ábyrgðartilfinningu einslakling- anna, sem þjóðnýting sósíalismans afmáir og eyðileggur. Á haustþinginu 1937 fluttu Jóliann G. Möller og Thor Thors tillögu til þingsályktunar um skip- un nefndar, til þess að rann- saka þetta mál og gjöra tillögur um það, og náði tillagan samþvkki þingsins Þykir rétt að birta hér til- löguna, ásamt greinargerð flutn- ingsmanna, til þess að kynna lands- mönnum þetta stórmerka mál. Skal þess jafnframt getið, að Heinulall- ur mun bráðlega gefa út sérstakt rit um málið. I milliþinganefnd þá, er um get- jir i tillögunum, voru kosnir: Jóh. G. Möller, Thor Thors, Gísli Guð- mundsson, Skúli Guðmundsson og Stefán Pétursson. Jóhann Möller er formaður nefndarinnar. Tillagan var á þessa leið: „Sameinað Alþingi ályktar að kjósa fimm manna milliþinganefnd, til þess að rannsaka og gera tillög- ur um, hvar og hvernig bezt megi koma á hlutdeildar- og arðskipti- fyrirkomulagi (Co-pgrtnership og Profit-sharing) i atvinnurekstri landsmanna, og á hvern hátt Al- þingi gæti stuðlað að eflingu slíks fyrirkomulags. Nefndin skal kosin hlutfallskosn- ingu og skila áliti á næsta Alþingi, eða svo fljótt sem unnt er. Nefnd- in skal vera ólaunuð.“ Greinargerð: Vér íslendingar böfum ekki farið varhluta af þeim vandræðum, sem atvinnulíf flestra þjóða hefir átt við að etja nú sið- ustu ár, og hafa ekki minnst birzt í binum tíðu hagsmunastreitum milli atvinnurekendanna annars vegar og verkamannanna liins veg- ar. Enda er það svo, að vér höfum verið furðu seinlátir i þvi, að reyna að sníða þessum mismunandi hags- munum, sem liggja til grundvallar þeirri baráttu, sem hér um ræð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.