Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 10

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 10
254 Þ J Ó Ð I N greiddra atkvæða, og verða þá minnst % allra kjósenda að liafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Þegar nú þess er gætt, að við þjóðaratkvæðagreiðsluna 1918 neyttu aðeins 43% allra kjósenda at- kvæðisréttar síns, verður það ljóst, hver áhugi og eindrægni verður að rikja hér í þessu máli, til þess að það takist að segja samhandslaga- samningnum upp. En sú árvekni og eindrægni virðist ekki hafa verið fyrir hendi undanfarin ár. Er alls ekki grunlaust um, að sú skoðun og sá vilji húi innra með forustu mönnum sumra landsmálaflokk- anna, að við eigum að hanga í sam- handinu við Dani. Skal eg nefna nokkur dæmi, er í þessa átt henda. Vil eg þá fyrst benda á yfirlýs- ingu Alþýðuflokksins, er áður var getið. Vitað er, að flokkur þessi studdist þá og styðst enn mjög við erlent fé í pólitískri starfsemi sinni hér á landi. Auk þess er vitað um suma forustumenn flokksins, að þeir þykjast vera að afmá hin póli- tisku landamæri þjóðanna og gera allan heiminn að föðurlandi sínu. Er hætt við að um leið dofni eitt- hvað tilfinningin fyrir þjóðlegum dyggðum. Strax og sambandslögin gengu i gildi, tók Framsóknarflokkurinn að ýfast við sjálfstæði okkar á ýmsan hátt. Með sambandslögunum öðluð- umst við rétt til þess að hafa sendi- herra í Danmörku. Það var eigin- lega eina sjálfstæðismerkið, sem við gátum sýnt út á við, auk fán- ans. — Framsóknarflokknum var ákaflega uppsigað við þennan sendi- herra; Tíminn uppnefndi liann og kallaði hann tildurherra og síðar legáta, og það nafn festist um tíma við embættið innan flokksins. Hvorl tveggja þetta var auðvitað gert til háðungar. Og þegar íslendingar tóku það ráð, að hafa sendimann á Spáni, aðalviðskiptalandi okkar livað fiskútflutning snerti, kallaði Framsóknarflokkurinn þann sendi- mann Spánar-legáta. Skammt er síðan að Framsókn- armaður einn féklc leyfi til að flytja í útvarpið erindi um sambandsmál- ið. Átaldi hann harðlega þær fyrir ætlanir íslendinga, að ælla sér a' segja upp sambandslögunum. Þar er eflaust engin tilviljun, að mað ur þessi var Framsóknarmaður, þótt hann að öðru levti sé hinn merkasti maður. Vakti það undr- un, að nokkur maður skyldi hafa einurð til að flytja þessar kenning- ar. En liitt var þó miklu undraverð- ara, að Rikisútvarpið skyldi vera lánað til slikrar málefnabaráttu. Nú gætu menn ætlað, að þessi maður hefði staðið einn í sinum flokki með þessar skoðanir. En svo var ekki, þvi að Framsóknarflokk- urinn hefir að nokkru leyti gert þetta að sinni skoðun. í 7. tbl. Tím- ans, 20. fehr. 1935, var talað um það, að óvist væri að íslendingar segðu upp sambandslagasamningn- um. Orð blaðsins voru m. a.: „Það gæti líka komið til mála framleng- ing á samningunum frá 1918, i hreyttu formi.“ Og i Nýja dagblaðinu 29. júní s. á. eru mjög eftirtektarverð um- mæli.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.