Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 11

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 11
Þ J Ó Ð I N 255 Gunnar Tlioroddsen hafði sagt í erindi, er hann flutti á norrænu stúdentamóti i Danmörku, að ís- lendingar mundu segja upp sam- bandslagasamningnum, þegar lögin heimiluðu. Má af ummælum Nýja dagblaðsins ráða, að þáverandi for- sætisráðherra íslands, Hermann Jónasson, hafi mótmælt þessu á dönskum vettvangi, því í nefndri grein í Nýja dagblaðinu er komizt svo að orði: „Það var mjög heppilegt, að for- sætisráðherrann fékk sjálfur færi á því að kveða niður þessa fregn. Þess vegna verður stórlega að á- telja orð Gunnars Thoroddsen al- þingismanns í ræðu, er hann hélt í Kaupmannahöfn, sem fulltrúi ís- lenzkra stúdenta, hafi þau verið rétt eftir honum höfð, þar sem liann lýsti vfir þvi', að Island segði skilið við Dani jafn skjótt og samning- urinn sé á enda runninn. í fyrsta lagi veit hvorki Gunnar Thorodd- sen né nokkur annar um vilja þjóð- arinnar, er þar að kemur, þvi margt getur hrevzt á styttri tima, hvað sem nú kynni liklegt að þykja. í öðru lagi er þetta mjög ónauð- synleg hreinskilni á þessum stað, svo vægilega sé að orði komizt; og i þriðja og síðasta lagi, en ekki sízta: hafði herra Gunnar Thor- oddsen nokkurt umboð þjóðar sinn- ar til þess að tilkvnna þetta frænd- um vorum öðrum á Norðurlönd- um? Sjálfstæðisflokkurinn ætti endi- lega að revna til þess að hrýna fvr- ir þingmönnum sinum, að stjórna dálítið betur tungu sinni.“ Það skal fullkomlega viðurkennt, að það er miklum vanda bundið að vera sjálfstæður, og eiga að koma fram gagnvart öðrum þjóðum, svo með fullum sóma sé. En aðalvand- inn er i því fólginn, að vera skil- samur við þá, sem maður á viðskipti við, hæði fjárhagslega og á annan hátt. Það ber því að gæta þess fram- ar flestu öðru, og miklu betur en um sinn hefir verið gjört, að ísland sýni viðskiptaþjqðum sinum skil- semi. Það er öruggasti undirbún- ingurinn undir það að segja upp sambandslagasamningnum og gjör- ast sjálfstæðir, bæði í orði og veru- leika. Sigurður Kristjánsson. Kaupendur Þjóðarinnar eru beðnir að afsaka þann mikla drátt, sem orðið hefir á útsendingu ritsins, en ýmsar orsakir liggja til þess, að ekki var unnt að ganga frá siðasta hefti fyrra árs og fyrsta hefti þessa árs fyr en nú. — Síðasta heffi ársins 1938 var ekki full- prentað um áramótin, en upp úr þeirn hófust samningaumleitanir millum stjórn- málaflokkanna, og tafðist útkoma þess- ara tveggja hefta af þeim ástæðum. Útgefendur Þjóðarinnar hafa í hyggju, að gera ýmsar breytingar á ritinu á ár- inu 1939, sem til bóta mega verða, aðal- lega að þvi er ytra útlit ritsins snertir, sem og að gera efni þess fjölbreyttara, eftir þvi, sem við verður komið. Að endingu þakka útgef. kaupendum ritsins hina miklu vinsemd og áhuga, sem þeir hafa sýnt frá upphafi, og væntir þess, að þeir geri sitt til að afla ritinu en frekari útbreiðslu en orðið er. „Þjóð- in“ á erindi til þjóðarinnar og á að kom- ast inn á hvert heimili.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.