Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 12

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 12
256 Þ J Ó Ð I N Bárður Jakobsson stud. juris: Á sfldveiðum. Bárður Jalcobsson Síldveiðarnar eru sá þáltur fiski- veiðauna, sem á undanförnum ár- um hefir skilað einna mestum arði i þjóðarbúið. Á þessum stutta og stopula atvinnuvegi, virðist afkoma lands og lýðs hafa oltið, að allveru- legu leyti. En þó að þessu sé þann- ig farið, þá virðist samt mikill hluti landsmanna lilla eða enga hug- mynd liafa um framkvæmd þessa veiðiskapar. Ég hefi ofl verið spurð- ur ýmislegt um þessi efni, og því kom mér til lnigar, að færast í fang, að lýsa síldveiði í stórum dráttum. Engan veginn geng eg þess dulinn, að þetta er bæði viðamikið og vandasamt, og má vera, að ýmsu verði sleppt, sem betur mætti fara, en hitt tekið, er síður skyldi. En það er önnur hlið lil á þessu máli, en sú efnislega. Það er sú, sem snýr að mönnunum, sem sjóinn stunda, lífi þeirra, aðbúð og kjör- um, sjómönnunum sem stélt, er verður að teljast ein af lielztu mátt- arstoðum þjóðfélagsins. Þessari hliö málsins mun verða sleppt að svo stöddu, en rædd síðar, ef þess er koslur. Ég mun því snúa mér að hlutrænni og verklegri lýsingu síld- veiðanna. Þá verð ég að hiðja vel- virðingar á orðskripum, sem lcunna að lála illa í eyrum málvandra manna, en þau eru notuð meðfrani af því, að annað er ekki til. Allar tölur, sem notaðar eru, eru hérum- hil, og vfirleilt er aðeins stiklað á slærstu atriðum sildveiðanua. Eitt af því, sem mest er um verl, að því er til alls veiðiskapar kem- ur, er verkfærið, sem veitt er með. Veiðarfæri það, sem mest er notað hér við land á síldveiðum, heitir snurpunót eða herpinót. Það skipl- í svo miklu máli, að veiðarfærið sé í lagi, að á því getur útgerð eins skips oltið, og afkoma þeirra manna sem við skipið vinna, verið í hlut- falli við gerð og gæði veiðarfæris- ins. Til þess að gefa ofurlitla hug-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.