Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 13

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 13
I> J Ó Ð I N 257 mynd um stærð snurpunótar, skal þess getið, að ef meðalnót væri reisl á rönd i Austurstræti í Reykjavík, þá myndi hún ná frá Aðalstræti og upp í mitt Bankastræti, en hæðin væri eins og tvö Reykjavíkur Apó- tek. Væri nótin breidd út, mundi flatarmál hennar vera eitthvað um einn og hálfur liektari, eða tæplega 5 vallardagsláttur. Netið er fest á kaðla og lieita þeir á langjöðum teinar, en fvrir endum brjóst, og liorn nótarinnar iieita hálsar. Tein- arnir heita korkateinn eða fláateinn sá efri, en liinn blý- eða steinateinn. Þeir eru mun styttri en netið, og heitir sá mismunur felling. Verður fellingin að fara eftir ákveðnum hlutföllum, og getur kostað að ekki náist síld i nótina, sé fellingin til muna vitlaus. A neðri tein nótar- innar eru festir svonefndir hana- fætur. Það eru kaðalspottar, grann- ir, um 4 faðma langir, en á milli þeirra eru 3—5 faðmar, og eru hafðir 11—13 hanafætur á nót. A miðju hvers hanafótar er festur liringur úr kopar, vel fingurs gild- ur og það víður, að nettlientur mað ur getur komið hendi í gegn um hann. Gegn um þessa hringi er dreginn frekar mjór kaðall, en sterkur, og nefnisl snurpulína. Hún liggur með öllum teininum þegar nótin er ekki í notkun. Nótin er oflast vfir veiðitimann i tveimur bátum, sem nótabátar nefnast. Þeir eru á stærð við (5—8 tonna trillubát, en öðruvísi byggð- ir og geysisterkir. öftast er bátum þessum róið og þá 2 eða 3 árar á borð, en róðurinn er þungur mjög og erfiður. í framstafni hvors t)áts er komið fyrir járni, allgildu, í lagi líkt og göngustafur og svipuðu á lengd. Krók-endinn á járninu stend- ur upp og er þar fest hjól, en járn- ið nefnist daviða og lijólið davíðu- l)lokk. Fjórar þóftur eru i hvorum l)át. Á þriðju þóftu að framan er venjulega svonefnt snurpuspil. Er því snúið með tveimur sveifum og geta 2—3 menn tekið á hvorri. Milli þriðju þóflu og þeirrar öftustu, sei: Togarinn Þórólfur.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.