Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 16

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 16
2f>0 Þ J Ó Ð I N á vakt, og standa í 2 klst. Ef skips- höfnin er í svefni, þegar síld scsl, hleypur einhver þeirra, sem vakt á fram að hásetaklefa,. og kallar eins og rómurinn leyfir: Klárir i hátana. Um leið og orðinu er sleppt, koma 10—15 karlmenn fram úr koj • unuin, hver grípur sin stigvél, trevju eða peysu, og' húfu, en meira leggja menn ekki að jafnaði af sér á sild- veiðum. Tiltölulega sjaldan verða nokkur misgrip eða árekstrar; menn þvælast smávegis hver fvrir öðrum og þeir, sem eru í efri kojunum, koma stundum ofan í höfuðið á hin- um, sem getur auðvitað verið ó- þægilegt, en naumast er hægt að forðast í jafn litlu rúmi og háseta- klefar eru. Það þykir lieldur fúl- mannlegt, að vekja menn með þessu kalli, ef ekki er um síld að ræða, því menn vakna hæði snöggt og illa við það, svo að jafnvel þeir, sem ógerningur er að vekja, t. d. út á vakt, rjúka upp eins og bvssu- brenndir. Stundum gefa menn sér aðeins tíma til að fara í stígvélin, en ldaujja upp með fötin í hönd- unum, og fullklæða sig svo á leið- inni aftur eftir skipinit. Ilver maður hleypur svo á sinn stað, og flestir þrífa i einlivern sjjotta, sem þeir eiga að gæta. Engu má gleyma, þvi hæði getur það verið hættulegt mönnum og hlutum, ekki sízt ef veður er vont, og svo hitt, að sá seki má eiga von á því, að verða tekinn til bænar, og ekki hlifst við að gera ljósa grein, en ekki að sama skapi lofsverða, fvrir mannspörtum hans og verkhæfni. Þegar komið er í hátana, er far- ið að athuga síldina. Fyrst er stærð torfunnar, en þar er um að ræða alll frá svaða flekk cða hreiðu og niður í það, að ein og ein síld sjá ist stökkva upp úr, skvetta sér. Þar á milli er sæmileg eða lagleg torfa, peðra, bölvuð óvera o. fl. Svo getm morað eða mórillað í hana, en það er þegar engin sild sézt ofan sjáv- ar, en dökkur blettur í sjónum gef- ur lil kvnna livar síldin fer. Þá kemur fvrir að kastað er á fugí, sem kallað er. Er þá ger af múkka, eins og sjómenn nefna fílinn, kríu, ritu, óðinshana eða öðrum sjófugj um vfir staðnum, þar sem síldin fer undir, en heldur þykir ótryggt að kasta á fugl og er ekki gert að jafn- aði, nema annað sé ekki fvrir hendi. Þegar húið er að velja, ef um margar torfur er að ræða, þá er að athuga hvernig sildin veður. Venjulega veður hún ákveðna stefnu í sjóskorpunni, og mun straumur og vindur oft ráða miklu um stefnuna. En síldin getur vaðið í liring og hrevtt skyndilega um stefnu, og er engar algildar reglur hægt að gefa um hvernig hún veður. Aðalreglan er sú, að kastað er móti síldinni, þ. e. lnm veður inn i hringinn, sem nótin myndar í sjón - um, og þarf þá að fara sem næst um hraða hennar. Líka þarf að taka tillit til, hvernig straum og sjó er farið. Sá, sem endanlega ræður hvað gera skuli, er maður, sá, sem nóta- hassi er nefndur, í daglegu tali bassi. Oft er það skipstjórinn eða stýrimaður, eða einhver laginn síld armaður. Bassinn stendur á palli

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.