Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Qupperneq 28

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Qupperneq 28
272 1» J Ó Ð I N þeirra næðu saman. Þeir fengu eigi vilja sínum framgengt. Rúthenia varð sjálfstætt sambandsriki Tékkó Slóvakíu. Þjóðverjar liafa fengið leyfi Tékka lil þess að leggja veg gegn- um Tékkó-Slóvakiu. Sumir setja þessa vegarlagningu í samband við fyrirætlanir Þjóðverja um að vinna lönd af Rússum. — Úkrainumenn (Rúthenar tilheyra þeim) eru um 50 milljónir. Þeir búa i Tékkó-Sló- vakíu, eins og áður er sagt, en auk þess í Póllandi og þó sérstaklega í Rússlandi. Þeir bvggja stórt land flæmi í Rússlandi, norðanvert við Svartahaf. Þjóðverjar hafa reynt að vekja sjálfstæðiskröfur Ukrainu- manna. Það er ekki búizt við því, að þeir hyggist að leggja land þetta undir sig. Þeir vilja koma þar upp sjálfstæðu ríki, sem þeir ætla síðan að liafa mikil verzlunarskipti við. En hvað, sem hæft kann að vera í þessu, þá eru Rússar, Pólverjar og Ungverjar hræddir. — Pólverj- ar hafa upp á síðkastið ofsótt Úkra- ínumenn íPóllandi mjög ákaft. Enn- fremur hafa þeir bundizt traustum böndum við Rússa. Sú samvinna, sem er að skapast milli þeirra, staf- ar vafalaust af óttanum við þess- ar fyrirætlanir Þjóðverja. Ungverjar eru einnig hræddir. Þeir vara Þjóðverja við því að hyggja á slíka hluti. Ef til vill er þessi ótti Rússa, Pól- verja og Ungverja ástæðulaus og ýmislegt bendir á, að svo sé. — Framtiðin verður að skera úr því. býskaland eftir stri'ð (feita línan) og eins og það er i dag.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.