Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 33

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 33
Þ J Ó Ð I N 277 hús algerlega í skjóli einkafram- taksins. Þetta er um það bil helm- ingi fleiri hús en hyggð voru árlega í stjórnartíð socialista! Af þessum húsum voru um 90 af hverju hundr- aði í hæfi við efni og möguleika verklýðsstéttarinnar. Bein afskipti ríkisstjórnarinnar af liúsnæðismál- unum liafa aðallega snúizt að því að endurhýsa fátækrahverfin. Allt fram til 1933 hafði ríkið veitt styrk til al- mennra húsabygginga. Átti þetta rót sína að rekja til þess, hversu kostn- aðarsamt var að byggja hús eftir stríð. Nú voru ástæður breyttar og miklu kostnaðarminna að reisa hús. Núverandi ríkisstjórn tók því þá djörfu ákvörðun að fella niður allan styrk til húsabygginga, nema um endurhýsingu fátækrahverfanna væri að ræða. Framanrituð greinar- gerð fyrir hinum öru framförum í liúsabyggingum sýnir, að þessi á- kvörðun hefir verið tímahær og rétt yfirveguð. En á sama tíma leiðir hún af sér, að þeim mun meir og kröft- uglegar var liægt að beina styrkveit- ingum í þá átt, sem þörfin var mest: til fátækraliverfanna, þar sem bús- næðisástandið var óskaplegt. Og ár- angurinn hefir lika orðið sá, að síð- ustu fimm árin hafa ný og þrifleg hús verið bygð til íbúðar fyrir meira en milljón fyrverandi íbúa skugga- legra og lélegra hreysa. Og er þetta meira en fimm sinnum tala allra þeirra fátæku og smáu, sem örlögin hafa ekki unnað að sitja sólarsinnis í tilverunni, sem endurbvggt hefir verið yfir undanfarandi 60 ár! Yfir 260,000 liús af þessu tagi liafa þegar verið fullgerð, og um 1000 fátækra- hverfisbúar á degi flvtja nú stöðugt til nýrra húsakynna. í tíð socialista- stjórnarinnar áttu ekki nema 30 á degi að jafnaði þessu láni að fagna. * * * Eins og menn sjá af framanrit- uðu er ekki um neina ítarlega og fullkomna greinargerð að ræða um mismunandi afkomu einnar þjóðar undir handleiðslu socialista annars vegarog andstæðinga þeirra hins veg'- ar, sem grundvalla stefnur sínar á séreignarskipulaginu og einkafram- takinu. En eins og áður er tekið fram held eg að alll ])að, sem minnst er á og gerð er grein fyrir, séu svo veigamikil þjóðfélagsmálefni og þess eðlis, að þau hljóti að gefa að miklu leyti táknandi spegilmynd af megun þjóðarinnar, ljóta eða fallega, eftir því sem þeim er varið. Annað var ekki verkefni þessarar greinar, en það er von þess, sem ritað hefir og tint til tölur og tákn, að hún geti orð- ið einhverjum hvatning til nýrrar yf- irvegunar á heimahögum, er gæti leitt til nokkuð raunhæfari skilnings á stjórnmálaástandinu hjá okkur Is- lendingum, eins og það er og hefir verið undanfarandi ár.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.