Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 35

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Síða 35
Þ J Ó Ð I N 279 niátti ekki heyra það nefnt, en Múst- afa vildi það gjarna. Hann fékk sitt fram. Hann var óvinsæll af félögum sínum í herskólanum. Stórbokka- skapur hans og hefnigirni féllu skólabræðrum hans að sjálfsögðu illa í geð. En kennarar hans fengu hrátt álit á honum, því að hann skaraði fram úr í stærðfræði og í hernaðarlegum vísindum. Þeir létu hann kenna yngri nemendum. Það starf féll honum vel í g'éð. Hann var laginn við kennsluna. En auk þess átti það vel við liann þá, eins og síðar, að skipa fvrir og stjórna. Þegar liann var kominn af harns- aldri, gaf hann sig brátt að bylt- ingastarfsemi, flutti æsingaræður í skólanum og varð að lokum foringi hinna hyltingasinnuðu liðsforingja- efna. Stefna hans var þegar orðin mótuð. Hún var i fám orðum þessi: Tyrkland fyrir Tyrki. Hann lauk prófi með ágætri eink- unn. En yfirvöldunum var kunnugt um hina pólitísku starfsemi lians. Þau tóku hann höndum, ásamt nokkrum félögum Iians, og vörpuðu honum í fangelsi, og þar varð hann að dvelja um alllangt Hernaðar- skeið. Að lokum var hon- störf. um sleppt úr fangelsi og sendur til Asíu, þar sem hann var gerður að herforingja. Hann gat sér þar hið bezta orð. Herforingjaskyldur sínar rækti Iiann prýðilega, en hvltingarstarf- seminni hélt hann áfram. Ung-Tyrkir voru teknir lil starfa heima i Tyrklandi. Fyrir þeim vakti, að brjóta afturhaldsöflin i Tyrklandi á hak aftur. Mústafa þóttist nú vera fjarri góðu gamni og vildi komast lil Saloniki, þar sem hyltingarmennirnir liöfðu að- al-aðsetur sitt. Honum tókst það. En hann kom of seint. Að vísu var hann tekinn í byltingaflokkinn, en Iiann fékk þar engiii völd. Hann gagnrýndi gerðir foringjanna, gerði gys að þeim og varð því hrátt illa liðinn. Ung-Tyrkir gerðu uppreisn og tóku völdin. Enver Pasha varð foringi flokksins og forsætisráð- herra. Það fór ekki vel á með hon- um og Enver. — Enver var glæsi- legur maður og vinsæll. Mústafa var óvinsæll, enda stirður í lund, stór- hokki mikill og leyndi ekki fyrir- litningu sinni á Enver. Hann vildi vera foringinn; ekkert annað full- nægði honum. Hann fékk því eng- in 'völd og var sendur lil Asíu á nýjan lcik. — Hann tók þátt í slvrj- öldinni við ítali út af Tipolis og í Balkanskaga-ófriðnum, og gat sér hinn hezta orðstirr. En þessi orðstirr færði lionum hvorki pólitísk áhrif né völd. Heimsstyrjöldin hrauzt út. Tyrkland gekk í’lið með Miðveld- ununi. Mústafa var á móti þvi. Hann vildi hiða og sjá hverju fram vndi. Þýzkir herforingjar fengu yfirstjórn tyrkneska liersins. Mustafa var þvi mjög andvígur og réðst hastarlega á Enver, sem þessu hafði ráðið. Limon von Sanders var aðalhers- höfðingi Þjóðverja í Tyrklandi. Þegar Bretar hófu árásina á Galli- poliskagann, gerði Sanders Múslafa að herforingja þar. Hann fékk brátt álit á honum, enda líktist Mústafa Prússa i útliti og í herstjórn allri.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.