Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Blaðsíða 35

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Blaðsíða 35
Þ J Ó Ð I N 279 niátti ekki heyra það nefnt, en Múst- afa vildi það gjarna. Hann fékk sitt fram. Hann var óvinsæll af félögum sínum í herskólanum. Stórbokka- skapur hans og hefnigirni féllu skólabræðrum hans að sjálfsögðu illa í geð. En kennarar hans fengu hrátt álit á honum, því að hann skaraði fram úr í stærðfræði og í hernaðarlegum vísindum. Þeir létu hann kenna yngri nemendum. Það starf féll honum vel í g'éð. Hann var laginn við kennsluna. En auk þess átti það vel við liann þá, eins og síðar, að skipa fvrir og stjórna. Þegar liann var kominn af harns- aldri, gaf hann sig brátt að bylt- ingastarfsemi, flutti æsingaræður í skólanum og varð að lokum foringi hinna hyltingasinnuðu liðsforingja- efna. Stefna hans var þegar orðin mótuð. Hún var i fám orðum þessi: Tyrkland fyrir Tyrki. Hann lauk prófi með ágætri eink- unn. En yfirvöldunum var kunnugt um hina pólitísku starfsemi lians. Þau tóku hann höndum, ásamt nokkrum félögum Iians, og vörpuðu honum í fangelsi, og þar varð hann að dvelja um alllangt Hernaðar- skeið. Að lokum var hon- störf. um sleppt úr fangelsi og sendur til Asíu, þar sem hann var gerður að herforingja. Hann gat sér þar hið bezta orð. Herforingjaskyldur sínar rækti Iiann prýðilega, en hvltingarstarf- seminni hélt hann áfram. Ung-Tyrkir voru teknir lil starfa heima i Tyrklandi. Fyrir þeim vakti, að brjóta afturhaldsöflin i Tyrklandi á hak aftur. Mústafa þóttist nú vera fjarri góðu gamni og vildi komast lil Saloniki, þar sem hyltingarmennirnir liöfðu að- al-aðsetur sitt. Honum tókst það. En hann kom of seint. Að vísu var hann tekinn í byltingaflokkinn, en Iiann fékk þar engiii völd. Hann gagnrýndi gerðir foringjanna, gerði gys að þeim og varð því hrátt illa liðinn. Ung-Tyrkir gerðu uppreisn og tóku völdin. Enver Pasha varð foringi flokksins og forsætisráð- herra. Það fór ekki vel á með hon- um og Enver. — Enver var glæsi- legur maður og vinsæll. Mústafa var óvinsæll, enda stirður í lund, stór- hokki mikill og leyndi ekki fyrir- litningu sinni á Enver. Hann vildi vera foringinn; ekkert annað full- nægði honum. Hann fékk því eng- in 'völd og var sendur lil Asíu á nýjan lcik. — Hann tók þátt í slvrj- öldinni við ítali út af Tipolis og í Balkanskaga-ófriðnum, og gat sér hinn hezta orðstirr. En þessi orðstirr færði lionum hvorki pólitísk áhrif né völd. Heimsstyrjöldin hrauzt út. Tyrkland gekk í’lið með Miðveld- ununi. Mústafa var á móti þvi. Hann vildi hiða og sjá hverju fram vndi. Þýzkir herforingjar fengu yfirstjórn tyrkneska liersins. Mustafa var þvi mjög andvígur og réðst hastarlega á Enver, sem þessu hafði ráðið. Limon von Sanders var aðalhers- höfðingi Þjóðverja í Tyrklandi. Þegar Bretar hófu árásina á Galli- poliskagann, gerði Sanders Múslafa að herforingja þar. Hann fékk brátt álit á honum, enda líktist Mústafa Prússa i útliti og í herstjórn allri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.