Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 38

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 38
282 I* .) t) i) 1 N með lögum og beilli þunguni refs- ingum við þá, sem á móti stóðu. Hann lögleiddi Irúfrelsi og bann- aði múnkareglnrnar. Einnig lét bann samþykkja nýja löggjöf. Kór- aninn liafði verið lögbók Tvrkja, en nú var þvi breytt. Verzlunarlöggjöf- in var sniðin eftir verzlunarlögum Þjóðverja. Hegningarlöggjöfin eftir begningarlögum ítala. Borgaralega löggjöfin eftir lögum Svisslendinga. Fjölkvæni var bannað og konum veittur sami réttur og körlum. Hann bófst handa um mál- hreinsun og lét þýða Kóraninn og Nýja testamentið á tvrknesku. Hann fyrirskipaði að öll menntun skyldi fara fram í tyrkneskum skólum. Öllum verzlunum var fyrirskipað að færa reikninga sína og rita bréf sín á tyrknesku. Meiri hlutinn af starfs- fólki þeirra varð að vera tvrkneskt. Hann skipaði svo fvrir, að enginn útlendingur mætti starfa í sumum stéttum þjóðfélagsins. Hann lagði refsingu við því, ef blegið var að geðbiluðum mönnum og öðrum þeim, sem ekki voru eins og fólk er flest. Hann fyrirskipaði, að þeir sem vildu giftast yrðu að sýna beilbrigð- isvottorð. Hann lét leggja niður arabiska letrið og taka upp latneskt letur i staðinn. Þegar bann kom til valda, var tæplega 10% af þjóðinni læs og skrifandi. Hann bóf ákafa baráttu fyrir þvi, að menn lærðu þessar list ir. Hann fór sjálfur um landið fram og aftur og kenndi mönnum að lesa og skrifa. Þessar framkvæmdir voru allt annað en vinsælar í uppliafi. Enda voru uppreistir tíðar og óánægjan mikil. En allt af bar hann sigur úr býtum. Einkalíf bans var allt Einkalíf. ,v ,c , annað en til fyrirmynd- ar. Hann lá dögum og vikum sam- an í drykkjuskap og svalli. Hann var talinn tilfinningalaus. Eignaðist enga vini, var drambsamur og vildi alll af vera fremstur. Hann skrif- aði undir dauðadóma yfir fornum félögum sínum, án þess að láta sér bregða. Ilann þoldi ekki gagnrýni nokkurs manns, nema belzt móðnr sinnar. En hann bar virðingu fyrir greind hennar og bar ráð sín stund- um undir iiana. Hann var trúlaus, eins og það er oftast skilið. — Hann trúði á eitt: tijrknesku þjóðina og framtíð henn- ar. — Mústafa Kemal Iiafði marga af göllum þjóðar sinnar. En hann hafði lika ýmsa af mestu kostum henn- ar. Hrevstina og herstjórnargáfuna sérstaklega. Hann bjargaði þjóð sinni frá torlímingu og reyndi að gjöra hana að nútíma menningar- þjóð. Tyrkir munu lengi minnast hans. Nú er hann látinn. Ismet er orð- inn forseli. Hann er að ýmsu levti merkilegur maður. En jafnoki Múst- afa var hann ekki.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.