Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 45
Þ J Ó Ð I N
289
eg væri ekki í þeim hóp, þvi að þá
vrði það ein kona og fjórir karl-
menn.“
„Alveg rétt. Ein og fjórir, kona og
menn“, sagði liðþjálfinn og hjartað
í Önnu tók viðbragð, með því að nú
vissi hún að hún var örugg, því að
„einn og fjórir, K. og M.“ var ein-
mitt eilt að dulmálsteiknum þýzku
njósnaranna, ef þeir vildu ganga úr
skugga um hvort um njósnara og fé-
lagsbræður væri að ræða eða ekki.
Anna gerði sér engar grillur um það,
hvernig á því stóð, að þessi liðþjálfi
var þýzkur njósnari. Henni var líka
sama um þótt hann væri svikari,
sem væri að veiða hana. Það varð
aldrei verra en það var. Nú var þó
ef til vill möguleiki á því, að henni
tækist að komast hjá dauða. Hún var
fljót að átta sig á hlutunum, og nú
spurði hún liðþjálfann, hvort sér
leyfðist að ganga erinda sinna, en
hann bauðsl til að fylgja henni, þeg-
ar varðmaðurinn lét sem liann ællaði
að gera ])að. Varðmaðurinn lét sér
það vel líka, og hafði ekki fleiri orð
um það. Liðþjálfinn fylgdi henni, en
þess var enginn kostur, að þau gætu
talazt við, með því að varðmaðurinn
var stöðugt í nánd. Þegar liðþjálfinn
lokaði dyrunum á eftir lienni hvisl-
aði hann: „Ger þú hina stúlkuna
drukna. Láttu svo mig um hitt.“
Nokkru eftir að hún var aftur
komin i klefa sinn, kom liðþjálfinn
með eina flösku af vodka, og hún
var stór.
„Yfirforinginn hefir leyft það, að
þessar tvær stúlkur fái þessa hress-
ingu síðustu stundirnar“, sagði hann
við vörðinn, en hann gerði við það
enga athugasemd.
Timinn leið og dauðaæfintýrið var
leikið í klefanum kvennanna. Anna
gerði allt sem hún gat til þess að
hella hina fulla, og hún gerði það án
þess að vorkenna lienni hið minsta.
Að vísu hefði hún viljað hjálpa stúlk-
unni, ef þess hefði verið nokkur kost-
ur, en úr því sem komið var varð
hún að hugsa um það eitt að bjarga
sjálfri sér, og gera það, sem henni
hafði verið skipað.
Þegar liðþjálfinn kom aftur eftir
nokkurn tíma, til þess að lita eftir
því, hvernig stúlkunum liði. vildi svo
til, að vörðurinn var i tólf skrefa
fjarlægð, og hann gat því livíslað
gegn um lúguna og spurt hvernig
gengi. „Það er eins og það á að vera“,
svaraði Anna, og hún gerði það án
þess að finna til nokkurs sársauka.
Stúlkan hafði orðið mjög glöð, er
hún fékk fyrstu sopana og hún hafði
hresst við og gleymt þeim örlögum,
sem hiðu hennar, og nú mókti hún,
með þvi að soparnir urðu henni of
margir og sterkir. En hún hafði
flöskuna við lilið sér, og i morgun-
málið hafði hún kannske örfað sig
á ný, og mætti þá dauðanum lilæj-
andi.
Frh.