Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Side 20

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Side 20
21() 1> J Ó Ð í ÍM milli þess sem var, og þess sem er, milli þess sem lcemur og þess sem fer, í menningarlífi þjóðanna. Nýi tím- inn leitar altaf á, og ryður því úr vegi sem fyrir er, ef það ekki sam- rýmist kröfum lians. Og það er þetta, sem gerir leikhúsið áhrifamildð i því þjóðfélagi, sem það starfar með. Og það er-þetta, sem gerir það að verkum, að margir eru kallaðir i leik- listinni, en aðeins fáir útvaldir, þvi sköpunarmátturinn stendur ekki alll- af í réttu hlutfalli við eðlilega sköp- unarþörf mannsins. En á sköpunar- mætti leikaranna veltur mikið um það, hvort leikhúsið er fært um að sinna köllun sinni eða ekki. Eg sagði áðan, að leikhúsið ætti að mótasl af samtíð sinni og þeirri þjóð, sem })að starfar með. Þetta her að skilja þannig, að verkefni leik- hússins eiga fyrst og fremmst að miðasl við viðfangsefni samtíðar- innar, og á þrengra sviði við hin sér- stöku vandamál þjóðarinnar og ein- staklinganna. Þetta starf leikhússins í þágu þjóð- félagsins getur komið fram í ýmsum mvndum. Danski rithöfundurinn Knud Lyhne Rahhek, sem fyrir 150 árum síðan skrifaði bók um leiklist, sem enn í dag er talinn einn helsti „leið- arvísir“ fvrir danska leikara. hann telur að helsta hlutverk leiklistarinn- ar sé að efla siðgæði. Hann leggur ríkt á við hinn unga leikara að lifa dygðugu líferni, því að annars missi starf hans í þágu siðgæðisins marks. Enginn taki mark á þvi þólt leikara lakisl meistaralega að sýna viður- slygð einhverra lasta, ef menn viti að leikarinn sjálfur er ofurseldur þessum sömu löstum. Svo kemur Heiherg og leggur aðal- áherzluna á hina fagurfræðilegu túlkun listarinnar. Hinn listræna smekk. Allt á að vera fágað og fellt. Leikarinn verður að vera hin full- konma fyrirmynd um fagra og göf- ugmannlega framkomu. Þetla er í fullu samræmi við hinar rómantísku hókmenntir þeirra tíma. En það fjarlægir óhjákvæmilega leikhúsið frá þeirri meginreglu, að vera vett- vangur samtíðarinnar. Rómantík og þjóðfélagsleg vandamál eiga sjaldan samleið, og þessi stefna fær því ekki að ríkja lengi í friði. En :áhrif henn- ar má þó finna, enn þann dag í dag, í þeirri fáguðu þjálfun sem danskir leikarar fá, þeim glæsilega hlæ, sem danska leikhúsið hefir vfir sér. Og hún er því afar mikilsverður þáttur í þróunarsögu leiklistarinnar. Það er hka svo, að þegar leikhúsið hér tekur lil starfa fyrir alvöru, þá er það þessi stefna, sem meslu ræður uin starfsemina, enda er helzti full- trúi liennar hér Indriði Einarsson, þó hann hafi ekki framfylgt henni af öðru eins ofurkappi og Heiherg.. En . stefnan lifði hér ekki nógu lengi til þess að marka varanleg spor, og nú gætir hennar minna en mætti. Önnnr stefna, þvngri á metunum, ryður sér til rúms i Danmörku. Kraf- an um að leikhúsið sýni „mannlífið eins og það er“ sigrast á allri and- stöðu, og undir merki h.ennar hefir hið svokallaða „borgaralega“ leikhús náð sínum núverandi þroska. í Dan- mörku er það Edward Rrandes, sem

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.