Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 19
Þ J Ó Ð I N
209
HJÖRLEIFUR HJÖRLEIFSSON ;
Hugleiðingar
Það gleður mig alltaf, þegar góðir
menn sýna áhuga fyrir leiklist, og
þvi var það, að þegar ritstjóri „Þjóð-
arinnar“ bað mig að skrifa eitthvað
fyrir sig um leiklist, þá lofaði eg því
með ánægju. En eg verð að játa að
þetta, að skrifa eitthvað um leiklist,
er talsvert rúmt hugtak. Á hverju iá
að hvrja og livar enda? Og hvað ætti
innhaldið að vera? Það liafa sem sé
verið skrifaðar margar bækur og
stórar um leiklist, án þess að henni
væri í nokkurri einni, eða jafnvel
fleirum saman, gerð full skil. Og vit-
anlega er alls ekki hægt að gera það
í smágrein. Það er hægt að taka fyrir
einstök alriði, eitt leikrit, eina leik-
sýningu, og skrifa um það heilmikið
mál. Það gæti t. d. verið gaman að
taka til atlmgunar ný íslenzk leikrit
og kryfja þau til mergjar. Eða ein-
hvern einstakan leikara, til þess að
hafa dæmi, er allir gætu séð eða
lieyrt. Og ef til vill verður tækifæri
til ]jess að gera eitthvað þvílíkt siðar.
En í þetta sinn verður aðeins drepið
lauslega á liitt og þetta.
Það er oft sagt, að leiklistin sé list
líðandi stundar. Og víst er um það,
að til þess að ná tilgangi sínum, verð-
ur leikhúsið að mótast af samtíð
sinni, og þeirri þjóð, sem það starfar
með. En að öðru leyti er þetta ekki
réttnefni, því áhrif leiklistarinnar ná
langl út vfir líðandi stund. Það er
um leiklist.
Hjörleilur Hjörleifsson.
meira að segja oft svo, að þau áhrif,
sem fyrst gera vart við sig frá leik-
húsinu, eru aðeins á yfirborðinu, og
liverfa jafnharðan. En hin varanlegu
‘ menningaráhrif koma aðeins smjám
saman, og þeirra gætir ef til vill ekki
fvr en seint og síðar meir.
Satt að segja er ekki hægt að gera
neina ahnenna grein fvrir leiklist-
inni. Ekki hægt að búa henni neinn
ramma. Hún er fyrst og fremmst
skapandi list, og verða þessvegna
engar skorður settar. Og það er ein-
mitt vegna þess að hún er skapandi
list, að hún er eilíft deiluefni. Nýir
timar koma með ný viðhorf, og þar
sem leikliúsið er ætið vettvangur
sinnar samtíðar, eða réttara sagt á
að vera það, verður svo oft árekstur