Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Síða 13

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Síða 13
I> J Ó Ð I N 203 FRELSI. Það fer vaknandi líf yfir vetrarins lönd, það er vor yfir sveit, yfir bæ. Vetrarins helgrimmu helklakabönd hrynja í suðrænum blæ. Loftið er ilmandi frjóangan fyllt af frjálsri og gróandi jörð. En hafið svo auðugt, svo stórfenglegt, stillt, stendur um eyjuna vörð. Hver á auðugra land, hver á auðugra haf? Hver er auðugri að verkefnagnótt? Sú þjóð, sem und oki um aldirnar svaf, efli nú framtak og þrótt. Sjá hinn órudda veg, sjá hin óstignu spor, sjá þær auðnir, sem gróa ei enn. Hér er endalaust starf fyrir æsku og vor, fyrir íslenzka landnámsmenn ! Oft er hrópað svo hátt, um að hefta þess sem á hugsjón um batnandi tíð. fför, Og oft eru borin fram undarleg svör fyrir ötulan framsækinn lýð, sem að spyr: „Skal ei ryðja og rækta hér lönd, skal ei róa’ á hin auðugu mið?“ Æskan á framrétta, hugdjarfa hönd og hún hrópar á starf — og á f r i ð ! krónni, á kolabingnum hjá ösku- stónni.“ Minnumst öll í dag fullveldisins með þeirri von og ósk, að íslend- ingar varðveiti sjálfstæðið í allri framtið, viðhaldi sem bezt móður- málinu „hinu mjúka og ríka“, ali upp hrausta og vitra svni og dætur, með ást til landsins og trú á lands- ins Guð, því: „Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa.“ Kristján J. Gunnarsson frá Marteinstungu. Hví skal fjötra þess hönd, sem að heldur um plóg, — á þá hugsjón, að rækta sitt land? Hví á enginn neinn rétt, sem vill uppskera nóg og sér annað en hrjóstur og sand? Hví skal binda þess bát, sem var búinn úr vör til að berjast — og þekkti ei hik? Nei, íslenzka þjóð, þú færð aldrei þau svör, sem að afsaka kúgun og svik. Sjá nú frjálsborna þjóð, yðar framtíðar- land, þar sem frelsið í öndvegi er sett. Þar sem grafið er hatrið í gleymsk- unnar sand, þar sem gróður á tilverurétt! Vér samhuga eigum þann eldmóð, þá glóð, sem ekkert fær staðið í gegn. En — svo bezt verður frjáls okkar fámenna þjóð, að frjáls sé hver einasti þegn! — Kristján J. Gunnarsson.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.