Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 9

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 9
Þ J Ó Ð I N 199 kr. 2.062.97 og á Yífilsstaðabúinu kr. 4.461.03. Þessi halli hefir orðið þrátt fyrir það, að „til kostnaðar við rekstur þessara búa eru ekki reiknaðir neinir vextir af böfuðstól og heldur ekki fyrning. Til tekna er búunum reiknaður hver mjólk- urlítri, er þau framleiða, á 28 aura við fjósdvr. Afkoma þessa búskap- ar er algerlega óviðunandi, en ekki verður ráðsmönnum búanna gefin sök á þessu, þeir hafa orðið að fara eftir fyrirmælum stjórnar spítal- anna um allt það, er mestu máli skipti í starfsliáttum búanna, en af ýmsum þeim fyrirskipunum liefur orðið mikill kostnaðarauki. Myndi það opinbera ekki geta komizt að betri skilmálum við starfrækslu bú- anna? Og ef svo væri ekki, væri þá ekki rétt að selja búin á leigu? Mætti að sjálfsögðu tryggja hælunum næga mjólk við ekki hærra verði en þau greiða nú búunum fyrir liana.“ (22. aths.). Viðbótar athugasemdir Jóns Pálmasonar. Flokksblöð Framsóknar kostuð úr ríkissjóði. 1 1. athugasemd sinni segir Jón Pálmason: „Stofnanir ríkisins verja árlega allmikilli upphæð til auglýs- inga, og er þeirri uppliæð, að því er virðist, varið til að styrkja blöð- in, fremur en að þarfir stofnananna kalli á þessi fjárframlög. Ég hefi dregið saman þessar upp- hæðir hjá eftirtöldum stofnunum: Afengisverzluninni, Tóbakseinka- sölunni, Viðtækjaverzluninni, Bif- reiðaeinkasölunni og Landssmiðj- unni, og er það samtals kr. 19.704.00 Þetta skiptist þannig á blöðin: Nýja dagblaðið......... kr. 5338.00 Alþýðublaðið........... - 4081.00 Morgunblaðið ..........— 828.00 Vísir .................— 700.00 Þjóðviljinn............ — 333.00 Önnur blöð og tímarit . — 8424.00 Auk þessa er vitað, að Tóbaks- einkasalan a. m. k. fær allverulega upphæð (1936 kr. 4500.00) erlendis frá til auglýsingastarfsemi. Þetta sést ekki á reikningi þeirrar stofn- unar 1937 og hafa því yfirskoðun- armenn krafizt skýrslu um það, en hún er ókomin.“ Hjá fjármálaráðherra verður fátt um svör við þessum aðfinnslum J. P., en hann viðurkennir, að for- stjóri tóbakseinkasölunnar hafi milligöngu um auglýsingar fyrir er- lend tóbaksfirmu. Jón Pálmason gerir þvi svofellda tillögu til úrskurðar: „Það sem at- hugasemdin fjallar um, er óþörf fjárevðsla til auglýsinga og hlut- dræg notkun fjárins. Svarið gefur tilefni til rannsóknar, og er athuga- semdinni skotið til aðgerða Alþing- is.“ — Stjórnarráðskostnaðurinn. Samkv. 8. aths. hefur kostnaður við stjórnarráðið farið fram úr á- ætlun fjárlaga um kr. 42.466.68. í þeirri upphæð kennir margra grasa. Meðal annars hefir Ólafur Friðriks- son fengið „fyrir umsamið verk“ kr. 2500.00, án nokkurrar frekari skýr- ingar. Þegar J. P. spyr, hvaða „verk“ þetta sé, svarar ráðuneytið, að hann

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.