Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Blaðsíða 15
Frá Helsingfors.
ráðið um þá miklu samúð, sem
þeim er sýnd um öll lönd. Það sem
er þyngst á metunum, er það, að
þeir hafa ekkert til saka unnið.
SaklejTsi þeirra er svo augljóst, að
Rússar hafa enga tilraun gert til
þess að fella sök á hendur þeim,
þó að eigi liafi viljann vantað. Þeir
liafa að vísu haldið því fram, að
Finnar liafi ráðizt á rússneska
landamæraverði og liafið styrjöld-
ina. En óliætt er að fullyrða, að
enginn óhrjálaður maður fæst til
þess að trúa slíkum þvættingi.
Finnland er 338 þús.
Land og saga. ferkilómetrar að
stærð. Það er flat-
lent, skógivaxið og vötnótt. íbúarn-
ir eru liðlega 3% milljón.
Finnar lutu Svíum i margar ald-
ir. Þeir gtáu sér hinn hezta orðstírr
fyrir karlmennsku og hugprýði i
styrjöldum Svía. „Sögur herlækn-
isins“ og ljóðasafnið „Svanhvít“
hera þessum dyggðum þeirra mörg
og fögur vitni.
Rússar lögðu Finnland undir sig
árið 1809, eftir drengilega vörn
Finna. Þeir stofnuðu þar stórher-
togadæmi. Finnland laut Rússum
þar til 1917, þá braut það af sér
hlekkina og varð sjálfstætt. En
frelsisbaráttan var liörð og löng.
Finnar urðu hæði að berjast við
innlenda og erlenda fjandmenn. —
Borgarastyrjöld skall á. Þeir ,rauðu‘
voru studdir af Rússum. Þeir ,hvítu‘
nutu stuðnings frá Þjóðverjum. —
Mannerheim, núverandi yfirhers-
höfðingi Finna, var foringi „lwitlið-
anna“ í frelsisstyrjöldinni. Þessum
styrjöldum lauk þannig, að „hvíti1
herinn vann algeran sigur. Finnar
sömdu frið við Rússa árið 1920.