Árvakur - 01.02.1932, Blaðsíða 23

Árvakur - 01.02.1932, Blaðsíða 23
7. D. ÁRVAKUB - 21 mannsins daginn eftir og fékk stööuna. Kaupmaöurinn sagöi hon-’om, aö hann heföi sett tveggjakrónapeninginn á gólfiö og sent mann á eftir honum til að sjá, hvernig hann hagaði sér. Siggi fé^k ný föt hjá ka kaupmanninum og missti þar með nafniö Grænhuxi. Á mánaöarmótum lahb- aöi hann hróöugur heim til sín, meö 60 krónur í vasanum. Sverrir Bergsson. HRAUSTUR D fi É H TJ H. Hann italli litli var búinn aö missa foreldra sína. Var hon- um komiö fyrir hjá gamalli o^ geövondri kerlingu; ^þegar foreldrar hans dóu. Þessi kerling bjó í hrörlegum kofa; dálítio langt fyrir •u'tan þorpiö. Á milli þorpsins og kofa^s var skógur; og í honum hafð- i'st yið ræningjaflokkur, sem réöst á vegfarendur. En þegar lögregl- an ætlaöi aö handsama ræningjana, þá voru þeir allir á bak og burt. IM liöu stundir og ekkert bar til tíöinda. Þaö var einn dag; aö hann Kalli litli sat fyrir utan kofann, sem hann átti heima í. Hann var í vondu skapi. Það er vant, aö börn séu glöö á þeim dögum, því að Kalli var 12 ára þann dag. En kerlingin hún fóstra hans var vond viö hann og vildi ekkert gera fyrir hann þenna dag. En mamma hans haföi alltaf gefið honmti kaffi og meö því á afmælinu hans; þegar hún var á lífi. En Kalli hugsaöi með sér; aö þaö þýddi ekkert fyrir hann aö vera heima; því aö hann fengi ekkert annaö en ill orð og .skammir hjá fóstru sinni; því'að hún var ekki í verulega góöu skapi. Svo að hann langaöi aö fara ofan í þorpiö. Þegar hann er kominn svolítiö inn í skóginnj sér hann; aö hangir spjald á einni skógar- hríslunni; og þessi orö voru letruö á þaö: uHver sá; sem getur hand- samaö ræningjana, fær 1O;0OO krónur fyrirV Kalli litli hugsar sig um og segir: ’'Húrra; ég skal reyna aö handsama ræningjana. ” Og svo hélt hann áfram. En þegar hann kom niöur í borgina; fann hann tvær krónur. Hann verður nú heldur en ekki kátur og hugsar meö sér: "Á ég aö kaiipa sælgæti fyrir peningana. eöa eitthvað annaö?" Þaö var eins og einhver innri rödd segöi vio hann: "Kauptu ekki sælgæti; heldur svefnmeöal". Og því næst stökk hann inn í lyfjabúð og kejrpti svefnmeöal. M víkur sögunni frá Kalla. Þenna sama dag þurfti miljónamæringur aö fara gegn um skóg- inn; og hann var með mikla peninga á sér. Einn ræninginn haföi ver- ið á reiki um skóginn og var aö veiöa dýr í miödagsmatinn. Allt í einu kom hann auga á miljónamæringinn. Rak hann upp lágt gaul; st.ökk til hinna ræningjanna og sagöi þeim frá hinum mikla fundi. Þeir ráku upp gleöióp, þegar þeir heyröu þessi tíöindi; og þut.u af st.að og ruku á miljónamæringinn; bundu hann á höndum og fótum; fluttu hann jí fylgsni sitt og hentu honum undir eitt rúmfletiö. Morguninn eftir ætluðu þeir aö drepa hann og taka alla peningana og skjölin;. sem hann var meö; af honum. Auminj;ja maöurinn ætlaði aö reyna aö kalla á hjálp; en hann gat þaö ekki; því aö þaö var líka bundiö fyrir munninn á honum. Wú víkur sögunni til Kalla. Hann var á leiðinni heim til sín. -Hann var aö reika til og frá um skóginn og gá hvort hann fyndi ekki fylgsni ræningjanna; og þaö var komiö kvöld. En allt í einu kemur hann auga á gryfju í skóginum. Hann gengur niöur í hana. Þá sér hann hlera úti í annari hliðinni; sem var þakinn trjálaufi.

x

Árvakur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árvakur
https://timarit.is/publication/1033

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.